"...engin samstaða er í ríksisstjórninni um lausnir..."

Ofangreind orð mælti Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra eftir árangurslausa heimsókn sína á ASí þing síðla árs 1958.

Ríkisstjórn Hermanns var þriggja flokka stjórn og ónýt kjördæmaskipan og efnahagsmál virtust óleysanlegar hindranir.  

Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands hafði að baki þrjátíu ára feril sem ráðherra, þingmaður og bankastjóri og notaði þá reynslu til að finna farsællega lausn fyfir minnihlutastjórn Alþýðuflokksin sem leiddi af sér nýja kjördæmaskipan og umbyltingu í efnahagsmálum, sem fékk heitið Viðreisn og þrettán ára valdasetu Viðreisnarstjórnarinnar. 

1979 var annað afbrigði af þessari lausn reynt og sat út kjðrtímabilið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta útburðavæl reykvíkinga um ójafnt atkvæðisvægi er byggt á vanþekkingu og heimsku. Hver sem er með grunnþekkingu í stærðfræði getur reiknað út vægi atkvæða kjósenda eftir kjördæmum. Þá kemur í ljós að Rn og Rs eru með vægi í samræmi við kjósendafjölda. Það er kraginn sem hefur minnst vægi.

Það er auðvitað borin von að fréttabörnin beri sig eftir staðreyndum, enda vart skrifandi á íslensku eins og dæmin sanna.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.10.2024 kl. 19:00

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hermann Jónasson var merkilegur maður og virtur af mörgum. Þetta segi ég samkvæmt því hvað amma hélt uppá hann.

Í þá daga náðu ekki fánýt dægurmál eins mikið inná hið háa alþingi held ég. Ráðherrarnir voru virðulegir, jafnvel þótt deilurnar væru harðar milli þeirra.

Bjarni eldri tók líka ákvarðanir og var aðsópsmikill samkvæmt því sem fólk segir. Bjarni yngri lætur dömurnar stjórna fyrir sig. Ráðvillt stjórn, eins og Sigmundur Davíð segir, ríkir núna.

Það vantar þessar kempur sem voru í gamla daga.

Ingólfur Sigurðsson, 9.10.2024 kl. 19:23

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Væri ekki bara best að taka upp forsetaþingræði hér á landi? 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/

Dominus Sanctus., 11.10.2024 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband