28.10.2024 | 23:57
Dæmin um leiftursóknir enskunnar hrúgast upp. "Standardinn á levelinum".
Síbylja enskunnar á hendur íslenskunni er svo yfirgengileg, að það fer að verða tilefni til að birta dagleg dæmi um slíkt. Sunm virðast þannig að viðkomandi Íslendingi nægir ekki að nota eitt enskt orð til að túlka fyrirbæri, heldur verður hið gðfuga ofurtungumál að birtast í mörgum orðum í stað eins. Í kvöld sagði íslenskur íþróttamaður frá kynnum sínum af erlendu íþróttafélagi þannig og það oftar en einu sin Ég vildi skonða standardinn af levelnum.
Athugasemdir
Beisiklí eru íþróttafréttamennirnir okkar að delivera mothersmálið eins og einhverjir dúddar. Maður er að vondera hvort þeim fíli þetta sem kúl? Við þurfum að defenda málið okkar.
Júlíus Valsson, 30.10.2024 kl. 15:06
Ég hef litlar áhyggjur af þessum slettum. Eins og Júlíus gerir grín að þá verða þær samt hlægilegar þegar þær eru notaðar í röð. Ísl-enska eins og einhver sagði.
Mér finnst það hinsvegar áhyggjuefni þegar venjulegt fólki úti á götu, aðallega undir tvítugu, notar ekki viðtengingarhátt, beygir vitlaust, eða eins og börn (sleppir sterkri beygingu).
Þetta eru afleiðingarnar af stöðugu sjónvarpsglápi í 20 ár og tölvunotkun, en ekki bóklestri á mörgum heimilum. Auk þess eru það vinir og vinkonur frá útlöndum sem tala bjagað. Fyrirmyndir eru ekki lengur til staðar á heimilum víða sem kunna að tala eða skrifa rétt.
Þetta er farið að minna á fátækrahverfin í Bandaríkjunum, þar sem "dude" og þesskonar orð eða mállýzkur spruttu fram - og enduðu í rapptextum og bíómyndum!
Lilja Alfreðs hefur gert vel, en meira þarf að gera. Alvöru málræktarátak og meira en það.
Ingólfur Sigurðsson, 30.10.2024 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.