7.6.2007 | 13:51
AFGLÖP Í SAMNINGUM.
Komið er fram að orkuverð á sameiginlegum markaði Norðurlandanna muni líklegast hækka um 40 prósent á næsta ári, úr 2,10 kr í 3 krónur íslenskar á kílóvattstundina. Á sama tíma er upplýst að Orkuveita Reykjavíkur semji um 2,10 krónur til álvers í Helguvík. Það gefur til kynna hvert tjón óðagotsstefnan í orkumálum muni valda Íslendingum. Erlendis hækkar verðið um 40 prósent vegna umhverfisskatta og mengunarkvóta en við verðum áfram með orkuna á útsöluverði.
Hér er verið að semja af sér um 15 milljarða króna alls. Hvað liggur svona mikið á? Ef álverin treysta sér ekki til að borga hækkað orkuverð bíða erlend hugbúnaðarfyrirtæki í biðröð eftir því að kaupa orkuna á réttu verði fyrir mengunarlausa starfsemi.
Athugasemdir
Hugbúnaðarfyrirtæki munu aldrei kaupa orku í sama magni og álbræðslur þannig að því verður aldrei líkt saman. Þ.a.l. mun þau alltaf borga töluvert hærra verð á kw stund.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2007 kl. 23:50
Hugbúnaðarfyrirtæki mun aldrei kaupa orkumagn á við Álver en þetta snýst ekki um það! Það er ótrúleg skammsýni að reyna að selja bara sem mesta orku .... en það virðist áfram vera stefnan. Þetta snýst um innstreymi verðmæta fyrir sem minnstan þjóðhagslegan fórnarkostnað á móti ... ik?
Ég held því miður að það sé enginn sem tekur aktívan þátt í stefnumótun þjóðarinnar (á og í kringum Alþingi) sem hafi tækniþekkingu til að skilja hvað öflugur hátækiniðnaður getur skilað miklum peningum inn í landið og hversu vel mentally við erum til þess fallinn að þjónusta þennan bransa.
Ég, 8.6.2007 kl. 11:18
Svo satt!
Hugbúnaðarfyrirtæki þurfa reyndar ekkert óhemju mikla orku en ef við fáum stóra servera á borð við Google hingað þá er það reyndar þokkalega orkufrekt. Og skapar örugglega ekki færri hálaunastörf en þessi endalausu álver...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2007 kl. 14:03
Hárrétt hjá þér Ómar.Það þarf að skoða hvað liggur að baki svona samningum.Hvaða viðskiptaþóknanir eru innbyggðar eða utanaðliggjandi í þessum samningum.Það verður að opna þessa leyndarhjúpa sem yfir þessum samningum hvílir.
Kristján Pétursson, 8.6.2007 kl. 23:54
Dulúðin sem umvafið hefur verð á orku til stóriðjanna hefur alltaf sagt mér eitt; við erum að semja af okkur til álkónganna og það er ekki gott að láta slíkt uppi meðan búin er til hamingja fyrir þjóð á vonarvöl. Ég sat eitt sinn kvöldstund í hópi manna sem lagði af stað með hugmynd að gagnageymslum sem í fyrsta áfanga gæfi hundruðum menntaðra einstaklinga vinnu og eina mengunin sem af því dæmi hlytist væri vindgangur starfsmanna. Stöðvarnar að mestu byggðar neðanjarðar og dreift um allt land, lítil sjónmengun að auki. Vissulega orkufrekt en mikill hagnaður og fjöldinn allur af hálaunastörfum.
Pálmi Gunnarsson, 9.6.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.