NÝTT TILEFNI DAGLEGA TIL ÁFRAMHALDS.

Daglega gerast nú viðburðir sem gefa Íslandshreyfingunni og umhverfisverndarfólki yfirleitt tilefni til að halda áfram starfi sínu og efla það. Í gær var það Alcan-heimsókn til Þorlákshafnar,  -  í morgun var það hugmyndin um að sniðganga höfnun Hafnfirðinga á stækkun álversins í Straumsvík með því að stækka það til vesturs í staðinn fyrir að stækka það til austurs! Í kvöld var því lýst í Sjónvarpinu hvernig Álfurstarnir flögra um í sumarskapi eins og geitungar að finna nýja staði fyrir bú sín.

Fulltrúar þriggja álfyrirtækja keppast við að tryggja sér það sem eftir verður af efnahaglegri virkjanlegri orku landsins til álframleiðslu með ómældu tjóni á einstæðri náttúru landsins.

Í misvísandi yfirlýsingum ráðherra og loðnum stjórnarsáttmála er því miður ekki hægt að finna neina tryggingu fyrir því að hlé á stóriðjuundirbúningi verði nokkuð meira en þótt gamla stjórnin hefði haldið áfram.

Eina vonin er að umhverfisverndarfólk í stjórnarflokkunum standist þrýstinginn en til þess þarf það á öflugum stuðningi og aðhaldi að halda sjá fréttatilkynningu um að halda áfram og efla starf Íslandshreyfingarinnar.    


mbl.is Innra starf Íslandshreyfingarinnar verður eflt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Ómar

Ég berst gegn álverum á þann hátt að ég set hverja álögn sem berst inn á heimilið í endurvinnslu og hvet aðra til að gera það sama. ESB er ágætis bakhjarl í þessari baráttu en þú og þínir kumpanar eru heldur til trafala en hitt. Það er ekkert sem segir að endurvinnsla á áli geti ekki farið yfir 90% sem mun þýða lágmarks þörf á álverum og umhverfisvænar umbúðir.

Það þarf að framleiða það sem við neytum, vona að við sættumst á það.

Blekkingin mikla um gróðurhúsahrifin felst í því að halda að það CO2 sem ekki er innan Kyoto hiti ekki jörðina. Kyoto samningurinn var aldrei kláraður. Flug og skipaumferð er ekki innan hans. Þessa smugu nýta íslenskir "náttúruverndarsinnar" sér til að boða stóraukinn útblástur á CO2, bara að hann falli utan Kyoto.

Áfram Alcan, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband