SVIPAÐUR VIÐSNÚNINGUR OG 2002 ?

Mér er minnisstætt hvernig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti mér ítrekaðar ákúrur í umræðuþætti fyrir það að halda fram nauðsyn umhverfisframboðs sem veitti Samfylkingunni aðhald. Í dag segir hún í viðtali að stjórnvöld muni ekki skipta sér af virkjanaáformum en það er þvert á yfirlýsingar hennar fyrir kosningar um hið gagnstæða og það að ítarlegar rannsóknir á verðmæti náttúru Íslands þurfi á meðan margra ára hlé verði tekið í stóriðjuframkvæmdum.

Þetta minnir óþægilega á algeran viðsnúning meginþorra þingmanna Samfylkingarinnar 2002 varðandi Kárahnjúkavirkjun. Vonandi fer ekki eins á næstu árum og þá.

 Vísa til næsta bloggs míns á undan þessu bloggi, en það fjallar um fáfræðina, eina helstu forsendu stóriðjustefnunnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þú meinar viðsnúningurinn 2001 eftir þetta og þetta.

Viðtalið sem vísað er til í dag er væntanlega þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.  Samfylkingin hafði boðað stóriðjustopp í nokkur ár, mögulega 5.

Pétur Þorleifsson , 27.6.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samfylkingin kastaði nánast öllum stefnumálum sínum frá sér til að komast í bólið hjá íhaldinu, þar á meðal í náttúruverndarmálum. Það er ekkert nýtt að það sé ekkert að marka orð þingmanna Samfylkingarinnar.

Vonandi nær Íslandshreyfingin að festa sig í sessi sem trúverðugt afl í umhverfismálum. Það veitir ekki af að hafa menn sem standa í lappirnar í náttúruverndarmálum þegar stór flokkur eins og Samfylkingin hagar sínum stefnumálum eftir vindátt. 

Theódór Norðkvist, 28.6.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband