28.7.2007 | 00:19
EYJAGÖNG OG HÉÐINSFJARÐARGÖNG.
Eitt af fyrstu verkum Kristjáns Möller sem samgönguráðherra um að slá af Eyjagöng vekur upp hugrenningar um þessa hugmynd og göngin sem sami Kristján barðist svo ákaft fyrir á sínum tíma, - Héðinsfjarðargöngin. Þótt Kristján hafi nú staðið að ákvörðunum um hvort tveggja á ýmislegt eftir að koma betur í ljós síðar þegar menn kanna aðdraganda og aðferðir við þessara ákvarðanir. Ég bendi á næsta blogg mitt á undan þessu um þetta mál.
Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers eiga Eyjamenn að gjalda? Þetta er furðuleg forgangsröðun verð bara að segja það, þó ég hafi alist upp á Traöllaskaga..
Vilborg Traustadóttir, 28.7.2007 kl. 01:20
Halló Ómar Við erum að tala um 80 milljarða...og eldvirkt svæði..hinsvegar 7 milljarða og tengingu við Eyjafjarðarsvæðið og þá staðreynd að vegurinn um Mánárskriður er að verða ónýtur á leið í sjó fram. Hvernig væri að vera sanngjarn í samanburði. Endurnýjun tenginga við Skagafjörð hefðu síst verið ódýrari minn kæri. Og að lokum vil ég taka fram að það var meirihluti Alþingis og fráfarandi ríkisstjórn sem setti Héðinsfjarðargöng af stað þó svo KLM styddi þá framkvæmd eins og flestir þingmenn gerðu á sínum tíma
Jón Ingi Cæsarsson, 28.7.2007 kl. 11:26
Ég er sammála því að fresta eyjagöngum þar sem kostnaður er of hár en sjálfsagt mál er að hafa þenan möguleika opinn því eyjamenn eiga rétt á því að fá göng ef finnst góð leið og hægt að gera þetta á hagkvæmasta hátt. Sambandi við Héðinsfjörð þá held ég að þessi leið sem var valinn sé ekki sú rétta þar sem það skemmir ásýnd héðinsfjarðar þó svo að þetta opni betri samgöngur milli staða á norðurlandi. Þá þarf samt að passa vel að raska sem minstu í því sambandi og raskið sem héðinsfjaraðrgöng hafa í för með sér er dálítð mikið á svona fallegum stað.
Þórður Ingi Bjarnason, 28.7.2007 kl. 14:29
Ég hef aldrei skilið hvers vegna hugmyndinum um loftfar hefur ekki verið skoðuð frekar til samgangna milli lands og eyja. Slík loftför eiga að geta borið marga bíla og hundruði farþega og náð að fara á 45 mín milli lands og eyja þannig að það væri hægt að fara margar ferðir á dag.
Hvorki þarf að byggja gögn né höfn og samkvæmt útreikningum nemenda við Viðskiptaháskólann á Bifröst er þetta hagkvæmari kostur en Herjólfur er í dag. Sjá nánar frétt á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1118529
Hér er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um þessi loftför sem mér sýnist að gætu nýst mjög vel til ferskfisk flutninga milli landshluta og jafnvel milli landa á hraðari og ódýarir hátt en núverandi aðferðir. http://www.worldskycat.com/index.html
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 15:02
Það hafa margir haldið því fram að Héðinsfjarðargöng væru aðeins lenging í hengingaról Siglfirðinga
Brynjar Hólm Bjarnason, 5.8.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.