EKKERT NET, ENGINN GEMSI, KRAKKARNIR BRJÁLAÐIR.

Athyglisverð eru orð hótelhaldarans í Bjarkalundi í blaðaviðtali. Hann segir: "Fólk kemur ekki hingað vegna þess að hér er ekki gemsasamband. Það kom hópur af bílum í vor og ætlaði að vera heila helgi. Flestallir flúðu því KRAKKARNIR URÐU ALVEG BRJÁLAÐIR. Þeir komust ekki inn á netið og komust ekki í gemsann."

Hugsið ykkur: Hópur fólks ætlar að slappa af, efla persónuleg tengsl og njóta útiveru á fögrum stað í skauti náttúrunnar og safna orku á batteríin áður en streitukapphlaup komandi vinnuviku tekur öll völd.

Síðasti hluti þess voru sennilega innkaup í búðum og krefjandi undirbúningur í tímakapphlaupi áður en lagt yrði í hann vestur.

Síðan, þegar þangað er komið, og loksins hægt að kúpla sig út úr streitunni tekur ekki betra við: Krakkarnir verða alveg brjálaðir af því að það vantar nettengingu og gemsasamband.

Hótelhaldarinn missir fólkið frá sér og það eru góð ráð dýr. Það er krefjandi verkefni fyrir þjóðfélagið í heild og hindra að krakkarnir verði brjálaðir við það að kynnast óstressuðu lífi.

Nýmynduð ríkisstjórn setur hundruð milljóna í það að tryggja að hvergi á helstu ferðamannaleiðum landsins geti "krakkarnir orðið brjálaðir."

Lýsandi fyrir hugarástand okkar og sálarlegt ástand.

Með þessu bloggi mínu er ég ekki að mæla bót því öryggisleysi sem ríkir á langri leið frá Reykhólasveit allt vestur á Patreksfjörð þar sem er engin byggð og fáfarið stóra hluta ársins, - aðeins að benda á hvort það sé eðlilegt að börn verði brjáluð við það að detta út gemsa- og netsambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hulda

Ég þangað. En æðislegt. Það þarf að auglýsa þetta betur. Þvílík afslöppun að vera síma- og netlaus.

Ég man þó eftir athugasemd frá starfsmönnum í Vatnaskógi fyrir tveimur árum síðan. Ég hafði sent drenginn minn í Vatnaskóg (fyrir 8-9 ára)en einhverjir drengirnir kunnu ekki að leika sér og voru, að sögn starfsmanna, ráðvilltir og fullir vanlíðan í leikjunum og ævintýrunum.....þeir höfðu nefnilega fengið að hanga í tölvuleikjum allan daginn í mörg ár og þurftu nú að eiga samræður við jafnaldra sýna, hreyfa sig og taka þátt í hópastarfi!

Guðrún Hulda, 8.8.2007 kl. 12:58

2 identicon

Sæll

Ekki áttu hedd í Daihatsu Cuore 87 árg. Sem þú vilt selja mér ? 

Arnar (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:17

3 identicon

Ég elska að vera þarna. Og ef að börnin mín yrðu brjáluð þá bara þau um það. En ég hef nú verið að þvælast þarna aðeins og þetta er þvílík dýrð, að slaka á og finna orkuna sem streymir úr fjöllunum þarna og náttúrunni og umhverfinu.

Krakkar eru bara að  drepast úr frekju í dag.  Mæli með gömul góðu aðferðinni, ein rassskelling á dag, kemur hlýðninni í lag

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úr borginni flýja foreldrar fullir af streituÞjakaðir, þjáðir og sturlaðir af þreytuEn börnin heimta fljótt að fara heimAð góna á skjái betur geðjast þeim.

Theódór Norðkvist, 8.8.2007 kl. 14:21

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einhverra hluta vegna komu engin línuskil.

Theódór Norðkvist, 8.8.2007 kl. 14:22

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til Arnars: Ég fer á næstunni í það að grisja Cuoreflotann og ætla þá að henda einum þeirra. Ég held að heddið á þeim bíl sé í lagi en það kostar fyrirhöfn að taka það af. Hafðu bara samband við mig í síma.

Ómar Ragnarsson, 8.8.2007 kl. 15:54

7 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er munur að komast á stað þar sem er ekki gsm samband.  En þarfir fólks eru svo miklar í ferðalögum að sumir ætu bara að vera heima og sleppa ferðalögum.  Ég sé um tjaldstæði á norðurlandi sem ekki er með rafmagn á svæðinu.  Fólk talar mikið um hvað það sé slæmt að hafa ekki rafmagn því þau geta ekki sett sjónvarpið og örbylgjuofninn í samband.  þegar fólk er að ferðast um okkar fallega land þá er hluti af fríinu að vera með aðrar kröfur en heima í stofu. 

Þórður Ingi Bjarnason, 8.8.2007 kl. 16:34

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er nú til lítils að kaupa allann þennan búnað ef það er svo ekki hægt að sýna hann, afsökunin getur svo heitið hvað sem er, það er tiltölulega ódýrt og auðvelt að klína ástæðunni á krakkana, ég held að við séum að fara yfir um og það ekki bara um jólin eða á kortinu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2007 kl. 18:23

9 Smámynd: Halldór Sigurðsson

En það er alltaf fallegt á Vestfjörðum.
Þú þarft ekki gsm eða nettengingu.
Bara myndavél
Tók fullt af myndum um helgina og setti á bloggið mitt

Halldór Sigurðsson, 8.8.2007 kl. 22:00

10 identicon

Datt inn á þessa grein frá mbl.is og langar að smella smá línum á þetta.

Ég get játað að ég er virkur þáttakandi í okkar nútíma örbylgju-samfélagi, veit vart hvert ég á að snúa mér ef ég kemst ekki á "mailið" í nokkra daga. Og þegar ég skrifa þetta held ég að það hafi hreinlega ekki gerst í nokkur ár. Hef þó ekki samviskubit vegna þessa þar sem pósturinn er hluti af vinnunni hjá mér.

Þrátt fyrir þetta hefur mig langað í þó nokkurn tíma að kíkja heim héðan frá Baunalandi, og fara hringinn í kring um landið með upptökuvél og hugsa ekkert um annað en gull okkar Íslendinga. Fór svo langt að ég sendi bréf á National Geographic til þess að athuga ef slíkt efni væri áhugavert fyrir stöðina og hvort nýleg skot af Íslandi væru til í þeirra safni (háskerpa þ.á.m), svarið var afar einfalt - já þeir hafa áhugann. Þetta þótti mér skrítið þar sem svo margir á mínum aldri (24) eru með allt sem til þarf, og gott betur kunnáttuna til þess að klippa o.sf. En hversu margir geta skroppið hringinn og verið án allra tækja í svo langan tíma á þessum aldri. Það er spurning í dag, við erum háð tæknijöfrunum og nútíma samskiptaháttum.

Þetta er kannski svolítið frá efni greinar þinnar Ómar, en stóðst ekki mátið að varpa skoðun minni hérna. Er þó ekki "krakki", en langaði til þess að lækka meðal aldurinn á svörunum hérna *haha* ljótt grín.

Takk fyrir mig.

Ágúst Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Því miður hafa heilu kynslóðirnar alist upp hér á þessu landi án þess að læra að meta töfra þess og kyngimátt. Skólakerfið hefur algjörlega brugðist og látið hjá liggja að kynna börnum og unglingum að horfa forvitnum augum á umhverfi sitt, landið og miðin. Sömuleiðis hafa foreldrar brugðist og er varla von að þeir geti uppfrætt börn sín um eitthvað sem þau sjálf hafa aldri lært að meta. Svo verður til tískubóla á 21. öldinni sem felst í því að aka um landið þvert og endilangt með allt heimilið á hjólum. Hvað skyldi fólk vera að skoða ef það þarf rafmagn, gemsa og nettengingu í ferðalagið? Er nema von að fólk sé tilbúið að fórna náttúrunni fyrir plasmaskjá og prozac? 

Sigurður Hrellir, 9.8.2007 kl. 01:04

12 identicon

Ég vona að Ómar verði innan þjónustusvæðis þegar Arnar reynir að hringja í hann vegna bílapartanna ;)

Ívar Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 08:35

13 identicon

Langaði bara að benda fólki á að það er hægt að slökkva á gemsanum hvar sem er í heiminum. Heyrist fólk vera að hafa óþarflega mikið fyrir því að fá frið fyrir símanum.

Arnar Þór (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 13:00

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Dharma er heppinn að þekkja bæði nafn mitt og útlit þannig að hann/hún ætti að geta forðast félagsskap við mig á ferðalögum sínum um Ísland. Ég er ekki alveg eins heppinn og verð því bara að vona að við þurfum ekki að eiga samleið um landið.

Annars finnst mér áhugavert hvað Dharma finnst að sér vegið í athugasemd minni. Gagnrýni mín beindist fyrst og fremst að skólakerfinu og þeirrar takmörkuðu áherslu sem lögð hefur verið á náttúrufyrirbærið Ísland, samband manns og náttúru og umgengni um landið og auðlindirnar. Hvort hinn dæmigerði Íslendingur á risavöxnum jeppa með hjólhýsi, örbylgjuofn og plasmaskjáinn á ferð um landið er afleiðing þess eða ekki skal ósagt látið. En ég er allavega ekki alveg fordómalaus í hans garð. 

Sigurður Hrellir, 9.8.2007 kl. 15:21

15 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Þetta er deginum sannara hjá Ómari. Um daginn lenti ég í frekar ánægjulegri lífsreynslu. Mér ásamt frúnni var boðið í bústað hjá Strandakirkju og viti menn, ég hef sjaldan slappað eins vel af og akkúrat þarna. Ég komst að því þegar á leið að hvorki var gemsasamband né sjónvarpsskilyrði á þessum bletti og ég er nokkuð viss með að það hafði þessi jákvæðu áhrif á mig.

Gemsa og nettryllingurinn í ungviðinu í dag er afleiðing "ekkisvogóðra" uppeldisaðferða dagsins í dag. Veit það af eigin reynslu. (Sem hefur batnað) 

Sigurpáll Björnsson, 12.8.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband