11.8.2007 | 22:42
30 ÁRA ALDURSTAKMARK VIÐ LAUGARVATN.
Mikið hefur verið rætt og deilt um 23ja ára aldurstakmarkið sem sett var á þá sem vildu tjalda á tjaldsvæðinu á Akureyri um verslunarmannahelgina. En nú hef ég frétt að þetta hafi viðgengist á tjaldsvæðinu við Laugarvatn án þess að það virðist hafa vakið athygli eða deilur, og ekki bara það, - aldurstakmarkið við Laugarvatn er víst hvorki meira né minna en 30 ár!
Tvær tvitugar íþróttakonur úr Reykjavík, stakar bindindiskonur og landsliðskonur í frjálsum íþróttum fóru nýlega austur og ætluðu að æfa sig á völlum og brautum staðarins þar sem eru mjög góðar aðstæður til slíks. En viti menn, þeim var bannað að tjalda af því að þær væru ekki komnar á fertugsaldur!
Hvert stefnir þetta? Endar það með því að takmarkið verður það sama og að fá að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, að vera orðinn 35 ára?
Athugasemdir
Svo er talað um gamaldags hugsun VG.
Bestu kveðjur úr Mosó. Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 12.8.2007 kl. 00:53
Fyrir nokkrum árum ætlaði sonur minn sem var þá 20 ára og kærasta hans 18 ára að fara í rómantíska helgarferð og gista á tjaldstæðinu við Laugarvatn. Þau eru bæði reglufólk og voru á þessum tíma bæði í landsliði í sinni íþróttargrein. En... þeim var meinaður aðgangur þar sem hún var ekki orðin tvítug. Og þú ert að segja að það sé búið að hækka þetta upp í 30 ár . Þannig að þetta fallega og reglusama par hefur ekki möguleika á að tjalda á Laugarvatni næstu árin.
Já... ég segi eins og þú. HVERT STEFNIR ÞETTA ?
Þóra Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 02:05
Þetta er náttúrulega dapurt þar sem Laugarvatn á nú að vera mekka íþróttafólks, og held ég að það verði að gæta meðalhófs í þessu. Og gildir nú almenn skynsemi í þess sem og öðru. Og töluvert stór hópur okkar sem eldri og virðuleggri þegnuma þessa lands:) alls ekki hæf til þess að ganag um landið okkar sökum fyllerís og dólgsláta.
Aftur á móti styð ég þetta framtak bjaryfirvalda Akureyri um verslunarmannahelgina þar sem undanfarinn ár hafa verið umsáturástad þi bænum og ekki sem skylt á við fjölskylduskemmturn viðgengið því miður.
Það er að mörgu að hyggja í þessum málum og lagnt fá því að hægt sé að setja eina þvera línu um þessi mál.
En sitt sínis nú hverjum
Vilbogi M. Einarsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:29
Miðað við alla þá umræðu sem hefur spunnist um þessi aldurstakmörk, þá hefur sjaldan komið almennilega fram af hvaða ástæðum þessi takmörk eru sett.
Eru menn með það á hreinu af hverju þetta er gert?
Sigurpáll Björnsson, 12.8.2007 kl. 15:19
Ég held að það sé gert vegna ónæðis, óreglu, líkamsárásar og nauðgana. að viðbættum slíkum sóðaskap, að bæjarbúar, geta ekki unað við þetta fyrir utan hús sín.
Ég hef séð þetta og var fegin að búa ekki þarna.
En þetta meikar peninga fyrir verslunarmenn á svæðinu, og veitingarmenn. Og hvað má ekki gera peninganna vegna?
En best væri að það væri ekki lenska að drekka sig blindfulla um þessa helgi. Vort sem það er á akureyri eða Vestmannaeyjum, og allstaðar þar á milli.
Svo má gera landsátak gegn sóðaskap Íslendinga, bæði þá sem í sveitum búa og bæjum. Þar er enginn undanskilinn.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 16:55
Hér á Akureyri er það á tandurhreinu af hverju menn neyðast til að setja viðmið. Akureyri hefur verið undirlögð að ástandi sem á ekki að sjást. Við erum með hátíð sem mæta á þúsundir manna og nokkur hópur þeirra hefur búið til ástand hér sem ekki verður lengur við unað. Við þekkjum þetta vel því upphafið má rekja aftur til ársins 1994. Bæjarbúar og gestum þeirra verður ekki boðið upp á slíkt framar. Vandamálið er ekki bæjaryfirvöld og reglur heldur hömluleysi, áfengisneysla og ofbeldi nokkurs hóps sem undantekingalítið er á þessum umrædda aldri sem miðað var við hér. Saklaus fórnarlömb eru síðan þeir sem alltaf haga sér vel en eru svo óheppnir að lenda innan þess ramma sem miðað er við.
Ástandið á unglingatjaldsvæðum hér undafarin ár er ólýsanlegt og þeir sem það hafa séð og upplifað skilja vel hvað við er að eiga. Þeir sem ekki skilja málið eiga eftir að prófa þetta á eigin beinum.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.8.2007 kl. 19:43
Að banna öllu fólki á aldrinum 18 til 23ja eða 30 ára aðgang að opinberu tjaldsvæði brýtur væntanlega í bága við þann anda sem felst í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Einnig að banna öllu fólki á aldrinum 18-20 ára að kaupa áfengi.
Jafnræðisreglan hljóðar svo: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."
"Þannig er stefna Háskóla Íslands gegn mismunun sett fram með hliðsjón af jafnræðisreglunni og felur í sér þann ásetning Háskólans að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli persónulegra eiginleika. Í stefnunni er sérstaklega kveðið á um eftirfarandi:
aldur,
fötlun,
heilsufar,
kyn,
kynhneigð,
trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir,
þjóðerni, uppruna, litarhátt og menningu.
Óheimilt er að mismuna starfsfólki skólans og stúdentum vegna aldurs. Mismunun vegna aldurs á sér helst stað gagnvart þeim yngstu og elstu."
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 22:51
Varðandi athugasem Jóns Inga með rusl og sóðaskap þá langar mig að spyrja hann af hverju íbúar Vestmannaeyja kvarta ekki yfir sóðaskap hjá sér? Einnig langar mig að vita af hverju honum finnst rétt að refsa heilum hóp fyrir misgjörðir minnihlutans. Og að lokum væri gaman að vita af hverju þessum aldurshóp er treyst til að leigja herbergi á heimavist framhaldsskólanna á Akureyri en ekki tjalda á einu aumu skátatjaldsvæði yfir helgi.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:28
Í "landi frelsisins", Bandaríkjunum má mjög víða sjá skilti, bæði í borg og sveit, þar sem er mynd af sígarettustubb og tilkynning um að það varði 1000 dollara sekt að kasta svo miklu sem slíkum stubbi, bjórdós eða umbúðabréfi frá sér.
60 þúsund kall fyrir einn stubb eða eitt bréf!
Ég hef farið tvisvar á útihátíð í Oshkosh í Bandaríkjum þar sem koma á svæðið ein milljón gesta í mörg þúsund flugvélum og sést ekki svo mikið sem karamellubréf alla mótsdagana.
Þetta fékkst ekki fram með aldurstakmarki heldur með uppeldi, áróðri og hörðum refsingum ef út af var brugðið.
Ég spurði einn starfsmann hverju það myndi breyta ef einhverjir færu að henda smá rusli frá sér og hann sagði: Þá verður hátíðin lögð niður. Punktur.
Í Bandaríkjunum er fólki ekki refsað vegna aldurs heldur hegðunar. Vegna þess hve auðvelt er fyrir hvern og einn að setja sína sígarettustubba, karamellubréf eða öldósir í lítinn plastpoka sem er meðferðis og henda því svo í þar til gerða rusladalla eða tunnur er refsað grimmilega fyrir brot sem engin leið er að réttlæta, því þau eru svo smásálarleg og óafsakanleg.
P.S. Sú mynd sem kvikmyndir gefa upp af Bandaríkjunum sem land glæpahverfa með illþýði og hyski er alröng.
Eftir margar ferðir um hin fjölmörgu dreifbýlu ríki Bandaríkjanna sem eru hliðstæð við Ísland í flestu sýnist mér augljóst hve þau taka íslensku samfélagi langt fram um siðmenningu og skynsamlega hegðun íbúanna.
Ómar Ragnarsson, 13.8.2007 kl. 16:18
ég nefndi hvergi rusl og sóðaskap sérstaklega. Ástand það sem ég tala um er gríðarleg drykkja, eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Sóðaskapurinn er í sjálfu sér smámál miðað við margt.
ég vildi óska þess að sú draumarveröld sem Ómar talar um væri hér. Okkur tekst ekki einu sinni að halda skikki á því sem ég áður nefndi. Það vantar mikið upp á hugarfarið, það vantar allt upp á öfluga löggæslu en ég vona svo sannarlega að það komi að því hér á landi að vandamálið sé að berjast við að enginn hendi karmellubréfum en við eigum töluvert langt í land með það í dag.
Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2007 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.