VIRKJA FYRST, - FRIÐA SVO.

Líklega hefur enginn orðað hugsunina á bak við framkvæmagleði Íslendinga betur en Jónas Elíasson, prófessor, þegar hann setti fram hugmyndir sínar um að fyrst yrði allt sem virkjanlegt er virkjað og síðan hugað að því hvort hægt væri að friða leifarnar. Þessi hugsun fær nú eina af myndbirtingum sínum á utanverðum Tröllaskaga þegar allir geta sameinast um það að rétt sé að friða Héðinsfjörð úr því sem komið er eftir að búið er að svipta hann þeirri sérstöðu sem hann hafði, að vera eini eyðifjörðurinn sem eftir var á allri strandlengjunni frá Ingólfsfirði á Ströndum austur í Loðmundarfjörð á Austfjörðum.

Það var vel hægt að leysa samgönguvandann á utanverðum Tröllaskaga með lausninni sem Trausti Sveinsson barðist fyrir gegn ofurefli. Sú lausn hefði skapað hringleið um skagann og leyst endanlega þann vanda sem Siglfirðingar munu búa við áfram að þurfa að fara um Almenninga ef þeir vilja fara stystu leið til Skagafjarðar og Reykjavíkur.

 


mbl.is Vilja friðlýsa Héðinsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hárrétt Ómar.

Svo er líka til friða fyrst - eyðileggja svo sbr. Teigskóg í Austur-Barðarstrandarsýslu sem til stendur að eyðileggja og flugvöll á Lönguskerjum en þau eru friðuð.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, það var ótrúlegt og jafnframt dapurlegt að fylgjast með baráttu Trausta á Bjarnargili sem hann tapaði vegna óskiljanlegrar skammsýni og þrjósku.

Eins og Davíð Stefánsson sagði forðum:.........

Íslendingar einskis meta

alla sem þeir geta.

Hagvaxtargildi þagnar og kyrrðar er óskráð í vísitölur hraðþjónustunnar.

Árni Gunnarsson, 13.8.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband