7.9.2007 | 11:45
HVAÐ VERÐUR "FRESTURINN" MÖRG ÁR?
Það eru liðin meira en fjögur ár síðan ástandið skapaðist sem Guðmundur Gunnarsson lýsir og aðeins einu sinni hefur vinna verið stöðvuð á afmörkuðu svæði eystra í nokkra daga, en þá þurfti banaslys til. Þess vegna er ólíklegt að rútuslysið núna nægi til annars að vera annað en óheppilegt í hugum þeirra sem brjóta stanslaust á erlendum launamönnum og voru svo óheppnir að bilun í hemlum einnar rútu afhjúpaði ástandið.
Hvað skyldu hafa verið gefnir margir "frestir" í öll þess ár og hvers vegna skyldu þeir frekar virka nú en endranær? Minni á fyrra blogg mitt um þetta efni hér fyrir neðan og athugasemdir við það.
Formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýnir Vinnumálastofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áfram Vinnumálastofnun: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item168987/
Rómverji (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:08
Þessi frestur verður langur. Miðað við fréttir í hádeginu þá eru allir starfmenn hjá einu fyrirtæki með sömu kennitölu. Fyrirtækið er með kt 999999-9999 og starfsfólkið er með 555555-5555 á þessum grundvöllum fegnuð´þér frest þar syndu fram á að starfsmenn væru með kt. En að allir séu um sömu kt er ekki alveg í lagi. Nú á að loka þessum fyrirtækjum þangað til að þetta er allt rétt skráð og einn starfsmaður með eina kt
Þórður Ingi Bjarnason, 7.9.2007 kl. 13:20
Ég er alveg sammála því að þetta er óviðunandi ástand. En eru réttindi mannanna brotin? Ég held það sé frekar gloppa í lögunum sem menn eru að nýta sér í sambandi við skráningu. Lögin heimila að ekki séð skráð fyrstu 3 mán. en ég er ekki að mæla því nema síður sé.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 16:51
Vinnumálastofnun er núna með far upp á bak með áletrun eigin aumingjaskapar. En þetta er búið að vera vitað í fleiri ár. Impreglio gaf ekki þetta tilboð í virkjunina miðað við það að leikreglum yrði fylgt. Þeir bara pössuðu sig á að láta aðra um að fylgja ekki leikreglunum. Og svo kemur bakreikningur sem lagar þetta fyrir þá.
Ævar Rafn Kjartansson, 8.9.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.