13.9.2007 | 23:07
JÓN ÞÓRARINSSON NÍRÆÐUR, EINN AF BRAUTRYÐJENDUNUM
Jón Þórarinsson tónskáld getur litið stoltur yfir farinn æviveg sem einn af brautryðjendunum í íslensku tónlistarlífi. Það gildir ekki aðeins um mörg frábær tónverk og útsetningar heldur einnig fórnfúst starf hjá Tólistarfélaginu á sínum tíma sem meðal annars skilaði sér í byggingu Austurbæjarbíós. Það hefur nefnilega gleymst að það hús var ekki aðeins hugsað sem bíóhús heldur ekki síður sem tónleikahús og þannig gegndi það á sínum tíma sama hlutverki hvað flutning tónlistar og leiklistar snerti og Háskólabíó, Laugardalshöll og Egilshöll gera nú.
Jón varð síðar um skeið dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins og þá kynntist ég vel ýmsum hliðum hans eins og góðri kímni sem hann lumaði á. Hann var traustur og vandaður og fyrir þessi ánægjulegu kynni er gott að geta þakkað og óskað þessum aldna jöfri allra heilla á þessum stóru tímamótum.
Athugasemdir
Tek undir hamingjuóskir til þessa stórbrotna listamanns sem var reyndar á mörkum þess að mega kallast stofnun í músíklífi þjóðarinnar.
Árni Gunnarsson, 14.9.2007 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.