RÉTTLÁT REFSING?

Refsingin sem alþjóða bílaíþróttasambandi hefur dæmt Mc Laren liðið í er ekkert smáræði. Ýmsar spurningar vakna. Ef iðnaðarnjósnirnar sköpuðu bílunum þær endurbætur að þess vegna vegnaði þeim svo vel, - hvers vegna fá þá ökumennirnir að aka áfram? Þeir hafa þá væntanlega hagnast alveg eins og liðið í heild? Eða hvað?

En það má líta á þetta frá annarri hlið. Iðnaðarnjósnirnar hafa væntanlega ekki skapað Mc Laren forskot vegna þess að þær upplýsingar sem þeir fengu frá Ferrari snerust um atriði sem Mc Laren hefur væntanlega ekki getað fullkomnað eða gert neitt betri en Ferrari.

Líklegast liggur að baki sektinni og refsingunni að sá sem brýtur af sér verði að gjalda fyrir það, jafnvel þótt það hafi ekki skapað honum forystuna í keppninni. Af því leiðir að ökumennirnir halda sínu.

Síðan má þá deila um það hvort refsingin hefði frekar átt að felast í hærri fjársekt og að stigarefsingunni hefði verið sleppt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband