30.9.2007 | 14:29
RAMMSKAKKUR!
George Michael hefur annað hvort aldrei heyrt minnst á AA-samtökin og tólf spora meðferðina eða að hann bæir niður alla þá vitneskju sem hann gæti haft um það að þegar menn hafa ekki stjórn á neyslunni er ekki um annað að ræða en að fara í meðferð og hætta henni alveg. Fáfræði um jafn mikilvægt mál og fíkn er sorglega mikil.
George Michael segist vilja nota minna marijúana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þakka þér Ómar fyrir þín orð og tek undir þau heilshugar, því það má alltaf finna lausn á öllum vanda, ef viljinn er fyrir hendi.
Þorkell Sigurjónsson, 30.9.2007 kl. 14:47
Ef málið væri bara svona einfalt Ómar.
Segðu fíklunum þetta, að þeir þjáist helst af fáfræði!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.9.2007 kl. 15:52
Viljinn er allt sem þarf.
Þórður Ingi Bjarnason, 30.9.2007 kl. 17:43
Fíkn er að mínu mati órökvís sjúkdómur. Hef hitt marga fíkla í mínu starfi. Flestir þeirra með það á hreinu, að þeir eru helsjúkir af fíkn. En að þeir hafi "viljað" leita sér lækningar eða hjálpar vegna sinnar fíknar, var afar sjaldgæft, því miður. Við hjúkrunarfræðingarnir og læknar, áttum bara að "lækna aukaverkanirnar" af neyslunni, svo þeir gætu haldið áfram að vera rammskakkir og útúrvímaðir. En engin lausn er til sem heitir að "minnka" neyslu, það er aðeins sjálfsblekking vímuefnaneytandans. Þar er ég innilega sammála þér, Ómar.
Sigríður Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 20:36
Sæll Ómar.
Það skiptir ekki máli hver aðilinn er, frægur eða ekki, menntaður eða ekki, ríkur eða fátækur, virkir alkar segja tóma þvælu þegar þeir eru að réttlæta gjörðir sínar.
Ég var að vísu svo frægur að hitta Mr. Michael sjálfan. Ég var að vinna í móttöku á hóteli á Ibiza fyrir ca. 18 árum og þar var hann ásamt miklu föruneyti. Talaði nú ekki mikið við hann en virtist mjög rólegur og þægilegur maður. Að vísu gerðist ég svo frakkur að gefa honum Opalpakka (rauðan) hann skilaði honum og bað mig um að vera ekki að gefa sér neitt svona sterkt aftur snemma að morgni.....
Annars langar mig að spyrja þig Ómar hvort þú hafir aldrei drukkið áfengi og ef ekki hvernig fórstu að því að forðast þá freistingu í gegnum öll þín yngri ár?
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson, 30.9.2007 kl. 23:58
Það getur verið erfitt að vera í svona neyslum. Öll lógík fer út um gluggann og 12-skrefa-hvað virðist hrjá flesta sem eru í þessu.
Annars veitt mér ekki af 12 skrefa súkkulaðineysluprógrammi. Veit einhver meira um slíkt?
Ólafur Þórðarson, 1.10.2007 kl. 02:43
,,Ég er hamingjusamur maður og hef efni á mínu marijúana, svo það er ekki vandamál."
Whats the problem? Sýnist þetta bara vera til þess að komast í fréttir, svona publicity stunt
DoctorE (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:29
Ég ólst upp í umhverfi áfengisfíknar, - sá hættuna sem fólst í því að hafa erft þennan veikleika og tók því enga áhættu. Augnablikið þegar ég hélt á vinglasi utanveltu í partíi og stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að taka fyrsta sopann er afdrifaríkasta augnablikið ævinnar.
Ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju ég hætti við. Eftir á met ég það svo að yfirgnæfandi líkur hefðu verið á því að ég hefði ekki lifað mikið lengur ef ég hefði látið undan þessari freistingu.
Auk þess var þetta níska hjá mér, bæði hvað snerti peninga og tíma, - ég gat ég ekki hugsað mér að eyða miklum tíma í jafn vonlaust ástand og felst í timburmönnum.
Ómar Ragnarsson, 1.10.2007 kl. 10:30
Það er fínt að fá sér smá vín við og við. Stíf drykkja er það sem fer með fólk og er vinsælt í partýum á Íslandi. Það er einhver þörf fyrir að komast út úr heiminum og fólk gerir það með áfengi.
Allt annað ef maður fær sér eitt og eitt glas af léttu víni, held það hafi bara jákvæð áhrif. Ætli það sama sé ekki um önnur vímuefni.
Held mig við kaffi og súkkulaði.
Ólafur Þórðarson, 2.10.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.