17.10.2007 | 20:05
NÝTT 14:2?
Eftir útreiðina í Lichtenstein í kvöld er möguleiki á að markatala Íslands í síðustu leikjum sínum nálgist 14:2 því að Danir munu varla liggja í því í næsta leik á móti því liði, sem lið skyldi kalla, sem var niðurlægt í kvöld. Ég lá á sínum tíma yfir þeim upptökum af 14:2 leiknum fræga sem til voru og niðurstaða mín var sú að 0:6 tap okkar gegn Dönum nú nýlega hafi verið verri útreið, - íslenska liðið átti aldrei glætu í sókninni í 0:6 leiknum en strákarnir okkar skoruðu þó tvö mörk á móti Dönum 1967.
Við hjónin höfum einu sinni átt leið fram hjá Lichtenstein akandi á leið til Davos í Sviss og til baka og þetta var svona eins og að aka fram hjá Hafnarfirði, - ríkið er litlu stærra og fjölmennara en Fjörðurinn.
Nú er ekki hægt að afsaka sig með smæðinni eða nokkrum sköpuðum hlut, - maður er bara í svipuðu sjokki og fyrir réttum 40 árum.
Ég spurði í sumar hvort Eyjólfur myndi hressast. Nú sýnist mér þeirri spurningu hafa verið svarað á versta veg.
Þetta er leiðinlegt þegar svona ágætis maður á í hlut en staðreyndirnar tala sínu máli, því miður.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðað við spilamennskuna í kvöld þá megum við búast við 14-2 tapi í Danmörku.
Mummi Guð, 17.10.2007 kl. 20:11
Sammála því sem þú segir Ómar, það er öruggt að úr þessu mun Eyjólfur ekki hressast. Og að Ísland skuli tapa fyrir þjóð sem telur 30.000 manns lítið meira en Hafnarfjörður svo dæmi sé tekið, og við erum með eintóma atvinnumenn sem ekkert virðast geta í landsleikjum í það minnsta. best væri aðEyjólfur segði af sé á morgun, það er alltaf erfitt og leiðinlegt að þurfa að reka menn.
Skarfurinn, 17.10.2007 kl. 20:12
Þessi úrslit jafnast á við verstu útreiðir okkar gagnvart Dönum í gegnum tíðina.
GK, 17.10.2007 kl. 20:21
Ég spái 15:0.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.10.2007 kl. 20:24
Nú er nóg komið ekki get ég lengur á mér setið varðandi "Íslenzka knattspyrnulandsliðið"
nú er þetta svo að mér virðist það nóg að vera atvinnumaður í knattspyrnu og viti menn þá "ÁTT ÞÚ FAST SÆTI " í landsliðinu þó svo að atvinnumaðurinn sitji á varamannabekk hjá félagsliðinu, á meðan sitja TOPP leikmenn sem eru að spila hér bæði í efstu sem og -ðrum deildum fyrir utan þetta allt saman.
Einnig á EKKI að setja upp leikkerfi sem breytist eftir því hvort Eiður Smári sé með eða ekki, mitt álit á landsliðsmönnum er einföld, leggja sig allan í leikin og fá að vera með eða leggja sig ekki fram af fullu og taka pokan og fara, þó svo að þjálfarar sé misjafnir er ekki hægt að skella allri skuldinni á hann, því þjálfarinn er ekki inni á vellinum til að spila með það eru jú leikmennirnir fyrst og fremst sem skuldin á að skella á ............ endurskoðum málið og veljum engöngu menn í liðið sem eru þess virði þeas menn sem NENNA að leggja sig fram og það á ekki að skipta máli hvort viðkomandi sé leikmaður hér heima eða atvinnumaður erlendis.
það Á að vera erfitt að komast í lið hjá landsliði það eru ekki til nein frátekin sæti
enn og aftur hendum landsliðinu og byrjum á að velja menn sem NENNA þessu og eru til í að fórna sér fyrir land og þjóð .
Rúnar (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:33
Það þarf að byrja núna á því að byggja þetta landslið aftur upp eftir 2 tapleiki í röð sem báðir ullu vonbrigðum en komu lítt á óvart.
Smæð eða stærð þjóðar er enginn afsökun fyrir neitt. Þó svo að við erum fámenn þjóð erum við samt í heimsklassa í handbolta, samkvæmisdönsum og kókdrykkju. Með dýrasta bensínið og matinn
Við eigum að geta þetta.
Eðvarð Þór Gíslason (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:35
Já mikið er ég sammála, ykkur, Eyjólfur á að taka pokann sinn og má gjarnan hafa í honum Brynjar Görn Gunnarsson og Helga Sigurðsson, held það sé komið að leiðarlokum hjá þeim tveim.
Jóhann Georg Pálsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:36
Sæll Ómar.
Þetta er náttúrulega skandall og það að Eyjólfur skuli ekki axla ábyrgð í viðtali eftir leik og tönnlast endalaust á því "hvað við vorum ekki þéttir" og hvað við hefðum "getað gert betur" er ekki minni skandall að mínu mati.
Hugarfar liðsins er klárlega í algjörum botni og nú finnst mér að við Íslendingar eigum ekki að taka létt á þessu eins og alltaf. Það virðist vera þannig að bæði Eyjólfur og þessi Geir gúmmí-formaður KSÍ séu í afneitun. Þetta eru hvort tveggja einhverjir bölvaðir Fjalarar sem taka ekki ábyrgð á neinu. Ef þeir hafa eitthvað bein í nefinu eiga þeir að standa upp og afsanna það sem meirihluti þjóðarinnar heldur um þá.
Ég vil sjá menn taka ábyrgð á sínum hlutum og hananú!!
Gleymir sér, 17.10.2007 kl. 20:36
Sammála þér Ómar, ég er ekki mikill aðdáandi steve mcclarens þjálfara englendinga en þegar að liðið tapaði í dag fyrir rússum þá tók hann sökina á sig, hrósaði leikmönnum fyrir baráttuna og sagði að svona úrslit væru óásættanleg, annað en eyjólfur sem kemur með stöðugar afsakannir. Eyjólfur þarf að kyngja stolltinu, hann á séns á því núna þegar að samningurinn hans rennur út í lok október, að endurnýja ekki.. Ég vill sjá Gauja þórðar í stjórastólinn, með mannskapinn sem við erum með ættum við að vera að berjast um að komast á stórmótin
Kári Örn (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:03
Sæll Ómar. Ég horfði á danska leikinn í gærkvöldi, og ég held að við þurfum ekki að búast við neinni útreið í þeim leik. Dönsku leikmennirnir nenna ekki að leggja sig fram og það sáu áhorfendur. Í stöðunni 2 - 0 í seinni hálfleik fóru danskir áhorfendur að baula á sína menn, slík var letin. Þjálfarinn hefur líka skammað sína menn fyrir letina og nýlega mátti sjá leikmann á landsliðsæfingu, refsað fyrir letina með því að gera tíu armbeygjur. Danir munu sigra í leiknum á móti okkur en ekki með mörgum mörkum, átta kannski :)
Birgir Þór Bragason, 18.10.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.