MATARLAUSIR MATSÖLUSTAÐIR?

Er hægt að hugsa sér matarlausan matsölustað? Nei. En ekki er annað að sjá á forsíðufrétt 24 stunda í dag en að stefni í lyfjalaus sjúkrahús ef svo heldur fram sem horfir. Hvað segja ráðherrarnir Jóhanna og Árni um þetta? Er milljarðs skuld þar sem hugsanlega stefnir í lyfjalaus sjúkrahús og/eða gjaldþrota byrgja eðlilegt ástand til sóma sjúkrahúsyfirvöldum og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytunum?

Ef matsölustaður er matarlaus labbar kúnninn bara yfir á næsta matsölustað eða fer heim og fær sér að borða þar. En þetta horfir öðruvísi við sjúklingunum á sjúkrahúsunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma því líka hvað við skattgreiðendur þurfum að greiða gífurlega mikla peninga í dráttarvexti vegna þessara skulda. Það er peningur sem við gætum alveg eins sett í eitthvað annað og sjáum ekki aftur. En þetta er eitthvað sem þarf að laga STRAX og á alveg að vera hægt ef vilji er fyrir hendi. Það hljóta allir að vera sammála um að skuldir þarf að greiða... eftir hverju er þá verið að bíða fyrst það er svona mikill afgangur af fjárlögum næsta árs?

Kveðja

Eðvarð Þór Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt hjá þér, Eðvarð Þór. Það er til lítils að greiða upp erlend lán til þess að minnka vaxtagreiðslur þegar skuldað er innanlands með miklu hærri vöxtum.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband