"ÓSÝNILEGAR" KONUR.

Í kvöld var ágæt frétt að vestan um ráðstefnu þar sem mikil vöntun væri á konum meðal frummælenda og þess látið getið í leiðinni að í kosningunum í vor hefðu konur verið "ósýnilegar", - líklega átt við það að allir þingmenn kjördæmisins væru karlar. Samt var kona í efsta sæti á lista Íslandshreyfingarinnar. Skýringin á ósýnileika kvenna er því ekki augljóslega ekki bara yfirgangur karla heldur þurfa konur líka að leita skýringa hjá sér sjálfum, - hvers vegna þær ná ekki ofar í prófkjörum í flokkunum og í kosningum í kjördæmi þar sem ca helmingur kjósenda er konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ætli nýji hausateljarinn hennar Sóleyjar hafi verið fyrir Vestan? Gaman að vera sammála þér Ómar, svona einu sinni

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

lýg því, hef nokkrum sinnum verið sammála þér

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Örn Ingólfsson

Sæll Ómar ja það er margt hægt fyrir vestan, nú eru ekki barasta forfeður mínir þaðan. En ekki hélt ég að þetta væri neitt vandamál nú það er fullt af ósýnilegu fólki  og tala nú ekki um þær konur sem að voru á listum en komust ekki á þing og eða fengu lélega kosningu! En vona að það gangi betur næst fyrir flokkinn þinn og ég held að það verði raunin miðað við alla þessa spillingu í dag sem að er að koma í ljós og á eftir að bætast við spillingarlistann ef að fólkið treystir sér til að tala um þetta spillta þjóðfélag.

En með baráttukveðju um umhverfið okkar og hyafðu þökk fyrir.

Ps vonandi gengur bíllinn ennþá.

Örninn

Örn Ingólfsson, 20.10.2007 kl. 02:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka þessar athugasemdir og óska Erni til hamingju með gott blaðaviðtal sem ég var að fá sent. Ég átta mig ekki alveg á hvaða bíl Örn á við því að fleiri en einn fyrir austan hafa hangið á horriminni.

Ómar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 19:28

5 identicon

Ómar ég er svo innilega sammála þér,held að við konur verðum að hugsa þetta upp á nýtt þeas leita svara hjá okkur.Spyrja hverjar þær eru þessar konur sem þó hafa lagt íann ?Og hvað tefur hinar ? Hef svo oft hugsað þetta,hvað tafði mig svo dæmi sé tekið ?hef haft sterkar skoðannir svo lengi sem ég man,ekki töfðu karlmenn það að ég tæki raunhæfann hátt öðru nær.Enn tölum við um þessa fæð kvenna í þáttöku í þjóðmálaumræðu.Er þetta ekki spennandi verkefni fyrir félgafræðinga ?,Það er einfaldlega komin tími á að kryfja þetta til mergjar.

Hallgerðu langbrók (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Er það þá bara konum sjálfum að kenna að þær komast ekki ofar í prófkjörum? Hvað ef konur kjósa bæði konur og karla, en karlar kjósa bara karla? Hverjum er það þá að kenna?

Fólk verður að hafa einhverjar rannsóknir á bak við sig áður en það kemur með svona fullyrðingar.

Svala Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband