KONUR KONUM VERSTAR? EKKI ALLTAF.

Sá og heyrði útundan mér í sjónvarpinu að þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu sagði að konur væru konum verstar hvað varðar samantekin ráð og SMS-skilaboð um að Margréti Láru yrðu ekki greidd atkvæði í valinu um leikmann ársins. Ákaflega leiðinlegt fyrir kvennaboltann ef satt er og óíþróttamannslegt en þó sennilega ekki einsdæmi. Ég man ekki betur en að eitthvað svipað hafi komið upp fyrir næstum 20 árum gagnvart Pétri Ormslev í hliðstæðu vali. Karlar geta líka verið körlum verstir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt munað. Árið var 1990 og leikmenn nokkurra liða munu hafa tekið sig saman um að velja Sævar Jónsson úr Val.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta hefur marg gerst í handboltanum, nú síðast í vor sem leið.

Birgir Þór Bragason, 21.10.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Ester Júlía

Já þeir eru körlum verstir, þegar þeim hleypur kapp í kinn ...íþróttir og kvennamál

Ester Júlía, 22.10.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband