21.10.2007 | 00:09
ÓTRÚLEG LÍKAMLEG "HAMSKIPTI".
Sá sýningu Hamskiptin í Þjóðleikhúsinu í kvöld, sérlega áhrifamikla sýningu sem minnir að sumu leyti á Nashyrningana á sínum tíma í sterkum boðskap sínum.Leikararnir skiluðu honum vel og uppfærslan var eftirminnileg svo að ekki sé meira sagt, - hreint ótrúleg svo að notað sé útþvælt lýsingarorð sem getur ekki lýst svo viðunandi sé líkamlegu og andlegu afreki Gísla Arnar Garðarssonar sem varla er unnt að hugsa sér að nokkur leikari geti leikið eftir.
Ég vil ekki ræna væntanlega leikhúsgesti einstæðri upplifun með að útlista þetta nánar, - en hér var um að ræða leikhús þar sem farið er að ítrustu mörkum mannlegrar getu og ósvikinna úrlausna til að ná fram hámarks áhrifum.
Á tímum tölvubrellna í kvikmyndum er hollt fyrir fólk að sjá hvað hægt er að gera á sviðinu án nokkurra sjónhverfinga tölvualdar.
Athugasemdir
Manni dauðlangar bara á sýninguna eftir þennan lestur
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.