ÝKT ANDLÁTSFREGN.

Að gefnu tilefni vegna viðtals við mig og Unni Birnu Vilhjálmsdóttur í Fréttablaðinu í dag skal það tekið fram Vilhjálmur Einarsson er sprelllifandi og því stórlega ýkt að hann sé "heitinn" eins og hefur slæðst inn í textann á einhvern ótrúlegan hátt þar sem ég lýsi yfir aðdáun minni á afrekum hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

ég var einmitt að velta þessu fyrir mér í dag ... hafði ekki hugmynd um að maðurinn væri látinn! Einhverra hluta vegna ákvað ég þó að trúa þér (sem var greinilega ekki rétt að gera) eða kannski ekki rétt að trúa blaðamanninum sem setti "heitinn" inní viðtalið við þig.

Ingó (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur frændi minn á Egilsstöðum er sprelllifandi og ekki langt síðan hann fékk hjá mér skrautskriftarpenna þegar ég var síðast með skrautskriftarnámskeið á Héraði. 

Jens Guð, 22.10.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband