SEX ÁRA FELULEIKUR SENN Á ENDA?

Haustið 2001 flutti Guðmundur heitinn Sigvaldason varnaðarorð vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Síðan hefur staðið yfir stöðugur feluleikur um þetta mál eins og ég rek í bloggi hér á undan. Nú er hugsanlega senn á enda það tímabil sem best verður lýst með orðum Davíðs Oddssonar um loftslagsbreytingarnar: "Skrattinn er leiðinlegt veggskraut".
mbl.is Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vá, klukkan hvað byrjar gosið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 04:46

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ofsóknir gagnvart þeim jarðfræðingum og öðru fólki sem hefur viðað að sér þekkingu á afleiðingum í jarðskorpu af svona framkvæmdum mætti líkja við galdarofsóknir. Þarna var fólk aðeins að koma fram með staðreyndir sem flestir vildu ekki vita af enda og vildu ekki hafa neina skratta sem veggskraut í sinni framtíð, þar með talið okkar alls ekki svo ágæta alþingi og embættismenn og konur sem hreinlega stóðu sig ekki í vinnunni sinni. Því miður er það nú svo að flest það sem varað hefur verið við sem neikvæðir þættir Káraknjúkavirkjunar hefur orðið að veruleika. Bæði gagnvart náttúrunni og 
því fólki sem var flutt inn til landsins til að vinna að þessari framkvæmd.
Takk Ómar fyrir þinn þátt í að upplýsa almenning um þessi mál.

Birgitta Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 07:17

3 identicon

Gunnar, þeir spáðu nú nokkuð nákvæmlega fyrir um síðasta Heklugos. 

Jóhann (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 07:19

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Samkvæmt mínum bestu heimildum mun gosið byrja klukkan 10:23 þann 22 október árið 2008.... en það gæti þó orðið einum klukkutíma fyrr.................. já.. og mun líklega standa í rúmar þrjár aldir...............

Já.. eigum við ekki að hafa gaman að þessu öllu saman.........?? 

Stefán Stefánsson, 23.10.2007 kl. 23:13

5 identicon

Það kom eldgos í Kröflu. Sögur herma að bráðin kvika hafi streymt upp úr sumum borholunum. Við reistum þar virkjun samt, hvað sem öllum náttúruöflum leið.

Jóhann P (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég legg til að menn hætti allri aulafyndni. Þetta er alvarlegt mál og þarf að ræða það, ekki stinga óþægilegum skýrslum ofan í skúffu, skýrslum sem eyðileggja möguleikann á að selja orkuna á gjafverði til spilltra og fégráðugra auðhringa í Ameríku.

Það er ástæðulaust að mála skrattann á vegginn, en það verður að meta hver hættan í raun er. Heilalausar senditíkur amerísks auðvalds, sem öllu ráða í Landsvirkjun og í stjórnmálaheiminum, eru ekki réttu aðilarnir til að gefa hlutlaust mat á meintri hættu.

Theódór Norðkvist, 23.10.2007 kl. 23:42

7 Smámynd: Stefán Stefánsson

En væri ekki rétt að drífa í því að setja tilvonandi eldgos í umhverfismat sem allra fyrst og kynna þetta betur fyrir almenningi og þannig að menn geti áttað sig á hvernig hamfarirnar verði og tekið afstöðu hvort menn vilji vera með eða á móti.... haa.......

Þetta yrði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna hér norðanlands vegna þess að fátt dregur fleiri ferðamenn á svæðið heldur en gott eldgos.
Líklega er best að fara að fjárfesta í lúxus hópferðatrukk til að verða tilbúinn í slaginn.

Ó já, það held ég nú............. 

Stefán Stefánsson, 24.10.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé lítinn mun á því að starta gosi eða koma af stað stórflóði eða stórbrotnum skógareldi. 

Ómar Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 22:34

9 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ómar minn, er ekki allt í lagi.
Það er alltaf hætta á að byrji að gjósa hér einhversstaðar.... en að einhver sé að starta gosi er nú eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt og er óttalega barnalegt hjal.

Stefán Stefánsson, 25.10.2007 kl. 21:56

10 identicon

Ætli sé kannski hægt að framkalla eitt almennilegt eldgos á gamlárskvöld? Einhvers staðar úti á Faxaflóa t.d. Gæti verið mjög flott, hver veit nema Björgólfur myndi styrkja framtakið.

Fossvoxari (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband