30.10.2007 | 00:16
GRÆNHÚFURNAR GENGNAR AFTUR ?
Á árunum 1954-66 var lagið "Green berets", lofgjörðaróður til sveita með þessu nafni, sem fóru mikinn í Vietnam, eitt vinsælasta lagið í Kanaútvarpinu, frískt áróðurslag sem gekk um nokkra hríð bara vel í mann. En fljótlega kom annað í ljós og voðaverk liðsmanna urðu einn af þeim blettum á stríðsrekstrinum sem olli því að Bandaríkjamenn töpuðu þessu stríði heima fyrir ekkert síður en í Vietnam.
Nú virðist sagan vera að endurtaka sig í Írak hjá öryggissveitum Bandaríkjamanna. Þetta er ekki nýtt. Nafnið Gestapo hafði í sjálfu sér í upphafi ekki svo slæma merkingu, "Leynilögregla ríkisins." Lögregla á að halda uppi lögum og reglu í þágu borgarana, - ekki satt?
En raunveruleikinn var annar, einkum vegna þess að liðsmenn Gestapo og SS komust upp með refsiverð verk án þess að þurfa að vera sóttir til saka.
Nú er bara að vona að almenningur í Bandaríkjunum taki á þessu nýjasta máli frá Írak á líkan hátt og hann gerði þegar mál Green berets komu upp á sínum tíma. Minni í þessu sambandi á næstu bloggfærslu mína á undan þessari um muninn á skæruher og venjulegum her.
Öryggisverðir Blackwater njóta friðhelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bandaríkjamenn töpuð S-Víetnam fyrst og fremst heimafyrir en ekki á vígvellinum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2007 kl. 18:52
Rétt, Gunnar, enda segi ég það í bloggfærslunni á undan þessari.
Ómar Ragnarsson, 30.10.2007 kl. 19:23
Leiðrétting: segi það fyrr í þessari bloggfærslu.
Ómar Ragnarsson, 30.10.2007 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.