GÓÐ GREIN DOFRA.

Grein Dofra Hermanssonar í Morgunblaðinu í dag um Ölkelduháls er afar kærkomin því hún varpar skýru ljósi á svonefnda Bitruvirkjun. Samkvæmt greininni höfðu nefndarmenn í rammaáætlunarnefndinni ekki tíma til að skoða myndir af svæðinu eða kynna sér það að gagni. Þó voru til kvikmyndir af því sem ég notaði í innslag í Dagsljósi um það. Þetta er enn ein áminningin um það hvaða afleiðingar það hefur að spara svo við sig í vinnu og fjármagni við að skoða íslenska náttúru að teknar eru ákvarðanir byggðar á röngum forsendum.

En það liggur svo óskaplega mikið á að reisa hvert risaálverið af öðru að hvorki er tími né vilji fyrir því að láta svo lítið að kynna sér það sem fórna á fyrir stóriðjuguðinn.

Mér skilst að Dofri hafi átt stóran þátt í "Fagra Íslandi" og eiga hann og skoðanasystkin hans í Samfylkingunni skilið að því sé haldið á lofti og þakkað fyrir það.

Í samstarfi við stóra stóriðjuflokkinn mun ekki veita af baklandi fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur í því andófi sem hún lýsti yfir á Umhverfisþingi að hún myndi stunda í ríkisstjórninni eins og tíðkast hjá umhverfisráðherrum í öðrum löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir þetta Ómar.
Það var líka gott að sjá boggið þitt um Bitruvirkjun og hin fjölmörgu komment við þá færslu. Hvort tveggja er mikilvægt innlegg í umræðuna. Fyrir þá sem vilja er greinin sem Ómar vísar í komin á bloggið www.dofri.blog.is 

Dofri Hermannsson, 3.11.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

PS. Græna netið - samtök jafnaðarmanna innan sem utan flokka um náttúruvernd halda fund á Kaffi Hljómalind kl. 11 í fyrramálið þar sem Svanfríður Jónasdóttir situr fyrir svörum um hvernig á að haga framkvæmd hinnar boðuðu Rammaáætlunar um náttúruvernd og aðra nýtingu verðmætra svæða. Það er mikilvægt að þar verði vandað betur til verka en gert var með Ölkelduháls.

Dofri Hermannsson, 3.11.2007 kl. 00:08

3 identicon

Ég er sömuleiðis mjög ánægður með þessa grein hjá Dofra og vona að hún hreyfi við því fólki innan Samfylkingarinnar sem nú situr í ríkisstjórn. Ólíkt Einari tel ég ekki að orustan sé töpuð og treysti á að mörg góð rök gegn þessum virkjunum berist Skipulagsstofnun í tæka tíð. Ef úrskurðurinn verður gegn virkjunum við Bitru og/eða Hverahlíð eru engar líkur á öðru en að Þórunn slái þær af. Aldri aftur Framsóknarflokkinn í Umhverfisráðuneytið!

Sigurður Hr. Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband