4.11.2007 | 18:47
SAMA NIÐURSTAÐA - EFTIR SJÖ MÁNUÐI
Fyrir sjö mánuðum gerði ég það að einu helsta áhersluatriði mínu þar sem ég kom fram í umræðum vegna kosninganna að með óbreyttri stefnu myndu Íslendingar eyða allri orku landsins í álver upp á tæpar þrjár milljónir áltonna á ári og þar með sóa dýrmætum orkulindum og eyðileggja mesta verðmæti landsins, sem væri ósnortin náttúra. Þetta myndi aðeins útvega um 2% af vinnuafli landsins atvinnu og því fráleitt að þetta væri lausn á atvinnuvanda landsmanna.
Forystumenn hinna stjórnmálaflokkanna lögðu kollhúfur og forsætisráðherra sagði að þetta væru ýkjur.
Nú hefur Össur Skarphéðinsson reifað sömu niðurstöðu á flokksráðsfundi Samfylingarinnar hvað snertir heildarmyndina og hefur tekið hann sjö mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Hið eina sem hann nefndi ekki var "lausnin" á atvinnuvandanum. Kannski fáum við eitthvað um það eftir sjö mánuði.
Hinu ber að fagna og þakka að iðnaðarráðherra gerir sér nú ljóst hvert hin óhefta stóriðjustefna mun leiða okkur.
Fjárfestingar á sviði jarðorku geta numið þúsundum milljarða" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna er reyndar verið að tala um fjárfestingar í útrásinni. En þú talar alltaf um að við séum að "eyða" orkunni í áliðnaðinn þó flestir viti að við erum að selja hana í þetta. Auk þess eru orkusamningarnir ekki til eilífðar og við getum "eytt" orkunni í annað að samningstíma liðnum, ef okkur finnst það hagstæðara.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.