BRÁÐUM JÚLÍSVEINAR?

Getur það verið rétt sem mér heyrðist í dag að í lok auglýsingar einhverrar verslunarinnar var sagt: "Jólasveinar á staðnum"? Eru engin takmörk fyrir því hvað verslunareigendur telji sig þurfa að gera til þess að vera á undan keppinautunum í jólaversluninni? Eitt sinn tókum við upp á því í Sumargleðinni, - í gamni auðvitað, - að láta Magnús Ólafsson koma fram í gervi jólasveins um hásumar. Hann kallaði sig Júlísvein en þetta gekk aðeins eina helgi, - grínið virkaði ekki, ekki einu sinni á Sauðárkróki þar sem júlísveinninn var spurður að nafni og kvaðst auðvitað ekki heita Kjötkrókur, heldur Sauðárkrókur. 

Hvers vegna fær þessi dásamlega íslenska saga um þrettán jólasveina, sem byrja að tínast til byggað þrettán dögum fyrir jól, ekki að vera í friði? Þarf endilega að útvatna hana og færa jólasveinatímabilið sífellt framar og framar þangað til jólasveinninn verður júlísveinn?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he, samkeppnin þessi annars dámsamlega samkeppni lætur ekki að sér hæða eða hvað ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.11.2007 kl. 23:39

2 identicon

Mikið er ég hjartanlega sammála. Markaðshyggjan er orðin svo ráðandi "faktor" í jólahaldi að jólastússið tegir sig orðið yfir 3 mánuði! Tóm vitleysa segi ég. Öll þessu útvötnun eins og þú kallar hana verður hreinlega til þess að rýra gildi jólanna til lengri tíma litið. Fyrir mína parta liggur við að maður sé kominn með upp fyrir haus af jólum þegar steikin á aðfangadag er loksins borin fram.

Því miður virðist vera sem hinn al-Ameríski sleða jólasveinn sé að sigra íslensku bræður sína 13. 

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér.  Ég hef verið umboðsmaður Hurðaskellis í nokkuð mörg ár og hef ég verið beðiðinn að mæta með Sveinka í byrjun nóv á skemmtun.  Ég hef alltaf neitað því Jólasveinarnir eiga ekki að sjást fyrr en í desember.  Ég miða við 1.des og er það þá sem þeir meiga sjást fyrst.  Því þá er léttara að tala sig útur því afaverju þeir eru komnir svona snemma í bæinn.  það er vonlaust að seigja börnum það í nov að þeir séu komnir til byggða.

Þórður Ingi Bjarnason, 5.11.2007 kl. 08:16

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Ómar. Það verðfellir bæði jólaveina og jólin að verslunin skuli vera farin að auglýsa jólasveina og jólahluti í október.  Í desember drynja jólalögin í síbylju sem verðfellir þau líka. Ég minnist stundum kvæðis Steins Steinars um jólin þar sem hann gerir grín af neysluæðinu. Þó var það brot á þeim tíma sem kvæðið var saman miðað við það sem er í dag. En Steini Steinar ofbauð svo að hann lauk kvæðinu með þessum hætti: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann. Ég er ekki sammála þessari útleggingu Steins en legg upp úr því að fólk bregðist við þessu með því að tileinka sér einfalt jólahald í samræmi við kristna boðun og hugi að því hvort það sé ekki góð hugmynd að gefa myndarlega jólagjöf til bágstaddra í staðinn fyrir að ausa oft tilgagnslausu drasli í ættingja og vini.

Jón Magnússon, 5.11.2007 kl. 10:41

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þeir eru dýrmætir þessir gömlu góðu jólasveinar okkar (það er að segja eftir að þeir urðu svona barnvænir og skemmtilegir )  Það má ekki gera þá að júlísveinum eins og þú segir Ómar. Það er svo gaman að bíða eftir þeim á sínum rétta tíma fyrir jólin.

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband