ÞAR KOM AÐ ÞVÍ, ÁSGEIR ÖRN.

Ég hef lengi beðið eftir því að heyra svona gleðifrétt af Ásgeiri Erni. Mér er ógleymanlegt þegar ég var fenginn til að lýsa og dæma í lítilli hnefaleikakeppni í Versló fyrir allmörgum árum og Ásgeir Örn fór alveg óreyndur á móti strák sem virtist vera mun heppilegar vaxinn fyrir íþróttina. Ásgeir tók sér sinn tíma, lofaði hinum sækja og í annarri lotu var hann búinn að læra á hann og afgreiddi hann með skemmtilegunm gagnhöggafléttum á alveg einstaklega flottan hátt. 

Þá sá ég að Ásgeir Örn væri einn af þessu sjaldgæfu mönnum sem gætu náð langt í nánast hvaða íþróttagrein sem er og þess vegna gleður þessi góða frammistaða hans mig.  


mbl.is Ásgeir átti stórleik með GOG í jafntefli við Portland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem háir Ásgeiri helst er hve léttur hann er. Hann er frábær gegnumbrotsmaður með næmt auga fyrir spili og getur einnig skotið fyrir utan í öllum regnbogans litum. Ef hann væri massaðari þá væri hann illviðráðanlegur hvaða vörn sem er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband