17.11.2007 | 22:50
HVAÐ ER UNNIÐ MEÐ SVONA AKSTRI?
Ég játa að fyrir fimmtíu árum var ég glannafenginn unglingur sem hætti til að umgangast bíla eins og gæðinga sem gaman er að hleypa. Fleiri en ég gátu látið sér detta í hug að setja t. d. "hraðamet" á leiðum eins og og Akranes-Reykjavík. En síðan eru liðin fimmtíu ár og í umferð sem hefur margfaldast er cannonball-akstur slæmt fordæmi fyrir hættulegum fíflagangi í umferðinni.
Á áttunda áratugnum komu til skjalanna bílaíþróttir eins og kvartmíla, rallykross og rall og síðan þá er alls engin afsökun fyrir því að fara hamförum í almennri umferð. Menn geta bara farið og hleypt stálgæðingum sínum á lokuðum til þess gerðum brautum ef þeir telja sig þurfa að fá útrás eða sanna sig sem ökumenn fyrir sjálfum sér eða öðrum.
Á ofsahraða yfir þver Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahah Ómar tekinn..!
Kristinn Rúnar Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:13
Nei, fullur minn, - þetta var ekkert í lagi þegar ég var ungur og verður aldrei í lagi. Mér finnst hins vegar ekki mannsbragur að því að ræða um það sem aflaga fer og þykjast saklaus sjálfur.
Ef hins vegar enginn má tala um yfirsjónir okkar nema sá sem enga hefur framið sjálfur held ég að erfitt kunni að verða að finna einhvern til spjallsins.
Ómar Ragnarsson, 18.11.2007 kl. 12:35
Ætli þetta sé ekki bara hans áhugamál og þetta sé eitthvað sem honum hefur langað að bæta í langann tíma.
Bara svona samanber ódrepandi áhuga þinn á náttúrunni og að bjarga sandauðnum úti í útnárum íslands, og taka svo myndir af því á flugvél sem eyðir örugglega einhverju magni af bensíni á ári.
Ertu búinn að kolviðsjafna flugvélina?
;)
Ólafur N. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 02:10
15 km löng Fljótshlíð íslenska hálendisins, Hálsinn, sem Hálslón drekkti, með 3-4 metra þykkum jarðvegi og graslendi er víst "sandauðnir". 40 ferkílómetra gróðurlendi sem fer undir vatn með Kárahnjúkavirkjun, mesta gróðureyðing sem framkvæmd hefur verið í einni framkvæmd á Íslandi, er víst að sökkva"sandauðn".
Ölkelduháls, Sogin, Brennisteinsfjöll og Neðri-Þjórsá eru víst á "útnárum." Virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar er í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá stærsta þéttbýli Austurlands, Egilsstöðum.
Með því að aka 90% af akstri mínum á minnsta, ódýrasta og sparneytnasta bíl sem hægt er að fá á Íslandi hef ég margfaldlega jafnað eldsneytiseyðslu- og útblástursreikninginn. En það er kannski ekki nóg.
Ómar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 18:25
Það má bæta þvi vegna stolts Gunnars í sambandi við hinn nýja kraftmesta foss Evrópu að þetta stolt Íslands verður aðeins kraftmensti foss Evrópu í fáar vikur í lok ágúst og í september.
Ómar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.