LIÐSAUKI Í BARÁTTUNNI UM LAUGARVATNSVEG.

Ástæða er til að fagna liðveislu Gísla Sigurðssonar í Morgunblaðsviðtali í baráttunni fyrir því að fara betri leið milli Reykjavíkur og Laugarvatns en nú er fyrirhugað með nýjum Gjábakkavegi. Gísli er á svipuðu róli og ég benti á fyrir 2-3 árum um að fara sunnan Þingvallavatns og nú má velja um þrjár leiðir: 1. Þessa leið Gísla um land Villingavatns og beint vestur á norðanverða Hellisheiði. 2. Leið sem ég benti á fyrir tveimur árum gegnum Dyrafjöll og yfir Kaldárhöfða og sunnanverða Lyngdalsheiði. 3.  Leið um Grímsnes norðanvert yfir Sog og um Grafningsskarð til Hveragerðis.

Vonandi verður töf á lagningu fyrirhugaðs Gjábakkavegar til þess að menn taki sér betri tíma og leysi þetta mál án þess að hætta á óþarfa ágang og umhverfstjón við norðanvert Þingvallavatn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband