18.11.2007 | 12:52
"TÍÐAHVÖRF" Í MÁLFARI.
Heyrði í útvarpi í hádeginu: "..... sagði að ekki hafi verið rætt um hvað gera skyldi" og kýs að kalla þetta "tíðahvörf" í málfari. Það er algengt að menn detti í þennan pytt en minn gamli lærifaðir, Emil Björnsson, kenndi mér einfalt ráð við þessu. Ef setningin byrjar í þátíð heldur hún áfram í þátíð og ef hún byrjar í nútíð heldur hún áfram í nútíð.
Í setningunni hér að ofan er byrjað í þátíð, farið yfir í nútíð og síðan aftur yfir í þátíð.
Rétt væri setningin svona: "...sagði að ekki hefði verið rætt um hvað gera skyldi."
Ég hef hingað til ekki verið með málfarsábendingar í pistlum mínum en mér sýnast vera dagleg tilefni eftir dag íslenskrar tungu.
Athugasemdir
Einmitt! Hjartanlega sammála.
IGG , 18.11.2007 kl. 14:20
Því miður hefur maður tilefni daglega til þess að gráta yfir (mis)notkun á íslensku máli, og ætla ég mér ekki að hætta mér lengra út í þann pytt.
Sigríður Jósefsdóttir, 18.11.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.