AF HVERJU EKKI FLEIRI VIRKJANIR Í YELLOWSTONE?

Svar: Af því að það eru engar virkjanir í Yellowstone þótt þar sé langorkumesta háhitasvæði Norður-Ameríku með mikilli vatnsorku þar að auki. Þarna eru 10 þúsund hverir og ekki einn einasti virkjaður. Á svæði umhverfis þjóðgarðinn sem er á stærð við Ísland má heldur ekki virkja. Af hverju ekki? Af því að Bandaríkjamenn geta í staðinn látið Íslendinga stúta álíka mögnuðum eða magnaðri svæðum svo að hægt sé að reisa álver á Íslandi og rífa álver í staðinn vestra.

Já, en Yellowstone er einstakt svæði, segja Íslendingar. En ég segi: Hvenær ætlum við að hætta þessari minnimáttarkennd?

Ég er með nýja og vandaða bók í höndunum þar sem færir sérfræðingar hafa valið 100 undur veraldar. Mörg þeirra eru náttúruundur en líka eru fyrirbrigði eins og Taj Mahal, Kínamúrinn, Stonehenge og Colosseum.

Af 25 undrum Evrópu eru sjö náttúrufyrirbrigði. Þegar bókin er opnuð er fyrsta undrið norsku firðirnir og annað undrið, eitt af sjö merkustu náttúruundrum álfunnar, er hinn eldvirki hluti Íslands. Ekki Vestfirðir, Miðnorðurland eða Austfirðir heldur aðeins eldvirki hlutinn.

Ég fletti upp Ameríku til að sjá hvort Yellowstone sé á listanum. Ónei, ekki.

Í áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" færði ég rök að því að svæðið milli Suðurjökla og Vatnajökuls tæki Yellowstone langt fram.

Í þessari nýju bók um undrin hundrað er sömu skoðun haldið fram.

Í Yellowstone væri hægt að búa til Blátt lón, Gult lón, Rautt lón, - nefndu það. Ekkert slíkt er gert. Ekki einn hver er snertur, ekki einn einasti foss eða fljót.

Hugmynd sveitarstjórans í Ölfusi um að Bitruvirkjun sé nauðsynleg til þess að Hellisheiðarvirkjun geti dregið að sér 200 þúsund ferðamenn á ári er að mínum dómi fráleit.

Með sömu röksemdafærslu má halda því fram að eina ráðið til að fá ferðamenn til landsins sé að virkja öll hverasævði landsins, Torfajökulssvæðið, Kerlingarfjöll, Öskju og Kverkfjöll.

Nú þegar geta erlendir ferðamenn skoðað Svartsengisvirkjun rétt hjá alþjóðaflugvellinum og þegar og ef búið verður að virkja við Kolviðarhól, uppi á Skarðsmýrarfjalli, á vestari hluta Hellisheiðar, í Hverahlíð og í Þrengslunum hljóta allir að sjá að það þarf ekki Bitruvirkjun í viðbót til þess að fá á svæðið þá ferðamenn sem vilja sjá stærri jarðvarmavirkjanasvæði en Svartsengi.

Virkjanafíknin og virkjanatrúin eru orðin svo inngróin í fólk eftir hálfrar aldar stanslausan áróður fyrir virkjunum að ekkert annað kemst að.

Setjum sem svo að á Skólavörðuhæð væri búið að planta niður sex Hallgrímskirkjum. Myndi það laða ferðamenn til viðbótar svo tugþúsundum skipti þótt þeirri sjöundu yrði bætt við og listasafn Einars Jónssonar jafnað við jörðu svo að hún kæmist fyrir?

Verður það næsta tillaga í anda sveitarstjórans í Ölfusi að reisa annað tónlistarhús í Reykjavík við hliðina á því nýja vegna þess að tónlistarhús laði svo marga ferðamenn til sín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Yellow Stone þjóðgarðurinn er ekki á stærð við Ísland heldur á stærð við Vatnajökul.

80% þjóðgarðsins eru skógi vaxinn með gríðarlega fjölbreytta dýra og jurta fánu. Um 60 teg, spendýra lifa í garðinum og þar af nokkur í útrýmingarhættu, s.s. Grizzly birnir og gráúlfar. Þarna er meðalhitastig á sumrin, 20-25 gráður, þrátt fyrir að meðalhæð þjóðgarðsins yfir sjávarmáli sé um 2.400 m.

3.700 manns hafa atvinnu af ferðamönnum í garðinum á sumrin. Þar eru 9 hótel og gististaðir. Yfir 2.000 tjaldstæði eru þarna. Einnig bensínstöðvar o.fl. sem til þarf til að þjónusta þá tæpl. 3 miljón ferðamenn sem koma þarna árlega. Auk þess vinna um 800 manns þarna á vegum þjóðgarðsyfirvalda.

Ég veit þú hefur komið þarna Ómar, en ég skil samt ómögulega þennan fáránlega samanburð á Yellow Stone þjóðgarðinum og hverasvæðum á hálendi Íslands.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé að þú ert að tala um svæði "umhverfis" þjóðgarðinn jafnstórt Íslandi. En það breytir ekki gagnrýni minni á þessa framsetningu. Þarna ertu með stærsta hverasvæði heims, ef ég man rétt um helming allra hvera í heiminu á tiltölulega litlu svæði við kjör ferðamannaaðstæður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 03:06

3 identicon

En geturu ímyndað þér hversu minni mengun væri í USA hef þessi staður væri virkjaður, þ.e.a.s. ef notast væri við þarna umhverfisvænni virkjun en kola og kjarnorku orkuverin sem þeir notast við núna... Hvað menga þeir í USA mikið? Hvernær væri staðan ef þeir notuðust meira við vistvænni orkulindir? Bara spá, sko.

Geiri.is (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:30

4 identicon

Ómar er alltaf svo öfgafullur í orðum.  Tíu þúsund hverir.  Hvar eru hverir virkjaðir í heiminum? Hverjar eru tekjurnar af ferðamönnum í Yellowstone?  Eru þær hagkvæmari en að virkja eitthvað á staðnum og skortir BND rafmagn? Falleg myndabók er nú ekki góð heimild um hagkvæmni. Hún er vafalaust skrifuð með sama hugarfari og Ómar notar til þess að lýsa urðinni og grjótinu sem toppnum á tilverunni.  Hvar eru allir þessir ferðamenn sem Ómar segir bíða í röðum eftir að koma hingað og skoða grjótið og urðina? Staðreyndirnar segja annað.

Þórður Óskarsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: Linda

Sæll Ómar, það er stækkandi hópur landsmanna sem er þér sammála, fólk er búið að fá upp í kok af þessum virkjunarframkvæmdum, og núna er komin bein tengsl við mengun frá hellisheiði og jarðavarma virkjuninni þar, brennisteinn svífur hér um loftinég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðan þetta drasl  var gert virkt.  En hvort að allir einstaklingar á Íslandi eiga rétt á því að geta andað virðist ekki skipta neinu máli. 

Linda, 23.11.2007 kl. 10:18

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sagði aldrei að Yellowstone væri á stærð við Ísland. Garðurinn er 9000 ferkílómetrar. Greater Yellowstone umhverfis garðinn er hins vegar á stærð við Ísland. 

Garðurinn er fyrst og fremst fræglur fyrir hverasvæðin og dregur nafn af þeim. Þetta kom berlega í ljós í ferð minni um garðinn þar sem fólk fór nánast eingöngu á milli mismunandi hverasvæða hans. Það gera nánast allir af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem þangað koma. 

Gunnar er rökþrota í þessu máli og kýs að flýja á vit grrábjarnanna í Yellowstone. 

"Falleg myndabók er nú ekki góð heimild um hagkvæmni" ritar Gunnar. Nei, myndir af Péturskirkjunni og Colosseum draga víst enga til Rómar, - myndir af Stonehenge lokkka engan þangað, myndir af pýramídunum laða víst enga til Egyptalands, og myndir Kínamúrnum fæla sennilega ferðamenn frá því að skoða hann !  

Ómar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 11:06

7 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mér finnst nú Ómar sjálfur vera nokkuð rökþrota í síðasta svari.

Ólafur Björnsson, 23.11.2007 kl. 15:58

8 identicon

Thad skiptir kannski ekki höfudmáli hvort haegt sé ad bera Ísland saman vid Yellowstone eda ekki. Ég hef hvorki komid thangad né kynnt mér svaedid nánar og get thess vegna ekki sagt til um thad. En ad íslenska eldvirka svaedid sé í ödru saeti í thessari bók sem Ómar talar um finnst mér áhugavert og ber ad taka tillit til thess. Mest finnst mér thó skipta máli ad fólk sem kemur á Hengilssvaedid eftir ad hafa ferdast mikid um Ísland segir thetta vera toppurinn og thetta hef ég heyrt baedi frá innlendum og erlendum ferdamönnum. Ég laet fylgja útdrátt úr grein sem thýsk kona (bladamadur) skrifadi eftir göngu um Ölkelduháls og Innstadal í lok sumars. Thad er thó ekkert adaláhugamál hjá mér ad fjölga ferdamönnum á thessu svaedi (verdur naudsýnlega allt ad snúast um thad hvernig madur getur hagnast fjárhagslega á hverjum einasta bletti??) - hef reyndar heldur ekkert á móti thví - en fyrir mig snýst thetta adallega um ad thetta svaedi fái ad vera í fridi thannig ad vid sem búum í landinu fáum ad njóta thess í upprunalegri mynd einnig í framtídinni.

Einnig langar mig ad benda á ad Thóra Ellen prófessor vid Líffraedistofnun HÍ segir í vidtali í Fréttabladinu 19.11 ad Hengilssvaedid sé naest verdmaetasta útivistarsvaedid á sudvesturhorninu á eftir Thingvöllum skv. nýlegum könnunum. Myndi ekki öll thjódin tryllast ef hreyft yrdi vid Thingvöllum?

Eftirfarandi er enn á thýsku, ég treysti mér ekki til ad ná lýsingarordunum nógu vel en kannski er thýdingin thegar á leidinni: 

Unser Sonnentanz am nächsten Morgen hat Wirkung gezeigt. Es scheint nicht nur die Sonne, den ganzen Tag über begleitet uns auf unserer Wanderung einRegenbogen nach dem anderen. Das beeindruckende, wunderschöne und einsam gelegene Tal bei Ölkelduhals wird es in seiner natürlichen Schönheit womöglich gar nicht mehr lange geben. Schon jetzt stören Stromleitungen dieHarmonie, doch es ist dort ein noch größeres Kraftwerk geplant. Wir können dagegen das Paradies  noch ungestört genießen. Nachdem wir die heißen Schlamm-Blubber-Quellen mit unseren Energien gefüttert haben, können wir völlig befreit einen tollen Ausblick nach der anderen genießen und auf dicken, komfortablen Moosmatratzen abhängen. Gemsenähnliche Erlebnisse haben wir auf dem schmalen Pfad in Richtung Plumpsklo. Derart erleichtert steuern wir einen weiteren magischen Ort an: den Wasserfall am Ende eines anderen Seitentales… Die vier Elemente auf engstem Raum erlebt beim Wasserfall dann jeder auf seine eigene Weise - Karl nach seinem Rucksack beispielsweise das Wasser recht intensiv. Doch er sollte nicht der einzige an diesem Tag bleiben. Und überhaupt: Wir wollen schließlich alle nach dem Zusammenfluss von einem heißen und kalten Bach in der wilden Natur in die Fluten steigen. (Iris Häfner)

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:37

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hverjum á maður að trúa þegar sagt er að þetta eða hitt á Íslandi sé ómetanlegt... helsta útivistarperlan... osfrv. Þegar samtökin Sól Í Hvalfirði voru stofnuð fyrir nokkrum árum til þess að mótmæla stóriðju á Grundartanga, þá var Hvalfjörðurinn sagður lang verðmætasta útvistarperlan í nágrenni Reykjavíkur. Það vantaði ekki hástemmd lýsingarorðin á dásemdinni og ekki heldur um hrikalegar afleiðingar af stóriðjunni fyrir svæðið. Svæðið er þarna ennþá og er engu verra.

Það er allt á sömu bókina lært hjá ykkur. Öll mikilfenglegustu lýsingarorðin eru löngu gjaldfallinn. Nýyrðasmiðurinn Ómar verður að fara að finna upp ný.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 22:27

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Maður er kominn með það á tilfinninguna að Gunnar sé að verða eins og síðasti geirfuglinn áður en hann gaf upp öndina. Þó ætla ekki að spá því að hann fái sömu örlög og vona að hann njóti langra samvista við álverið sitt unaðslega í djúpum firði milli hárra fjalla.

Ætli við verðum ekki að taka okkur tak hér á SV-horninu og finna upp nokkur ný lýsingarorð svo að eitthvað mark sé á okkur takandi.

Sigurður Hrellir, 24.11.2007 kl. 01:29

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri ekki vitlaust hjá ykkur, því öll hæsta stigs lýsingarorðin eru orðin miðlungs.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 13:26

12 identicon

Mér finnst Gunnar Th. einmitt benda á mjög dæmigerðan söng þegar eitthvað á að gera, þá telja ýmsir "svæðið" einstakt og ómetanlegt, t.d. Hvalfjörður og Straumsvík. Af hverju getur fólk ekki bara svarað honum málefnalega frekar en að vera með þessa meinfyndni og rökleysi. Sigurður Hr. : Er álverið á Reyðarfirði eitthvað verri bygging en t.d. Smáralind í Kópavogi. Þar var einu sinni "einstakt" útivistarsvæði og ekki fyrir löngu síðan. Og Leirdalur (alveg einstakt svæði) þar sem Sala- og Kórahverfi eru nú. Af hverju geturðu ekki samfagnað með Reyðfirðingum og öðrum Austfirðingum vegna atvinnutækifæranna ? Jafnvel þó að þú hafir verið á móti þessum framkvæmdum á sínum tíma. 

Það er alveg merkilegt að við þenjum út byggðina í nágrenni Reykjavíkur meðal annars að uppræktuðum gróðursvæðum og fáir sem enginn segja neitt en ef eitthvað á að gera ca. 30-50 km frá Reykjavík og lengra, þá byrjar kórinn. Er þetta í raun og veru einhver náttúruhugsjón ?

Ómar, Bandaríkjamenn hafa virkjað mjög mörg hverasvæði, t.d. í Kaliforníu. Og Japanir hafa líka gera það o.fl. Þessi svæði þóttu örugglega af mörgum vera "einstök". Og þeir ætla að auka þátt jarðvarma-, vatnsafls- og vindorku og annarra endurnýjanlega orkugjafa í framtíðinni. En við skulum vona að þeir hlífi Yellowstone. En spurningin er þessi : Ættu þeir ekki að auka þátt þessarra endurnýjanlegu orkugjafa og halda áfram með kola- og díselorkuverin, já og kjarnorkuverin? Ja, þá myndu þeir örugglega hlífa "einstökum" svæðum en loftið yrði alls ekkert hreint og umhverfið jafnvel hættulegt, t.d. vegna efna- og geislamengunar. En vonandi bæta Bandaríkjamenn orkunýtinguna, og þar er af mörgu að taka. Íslendingar ættu líka að gera það með þéttari og betur skipulegri byggð. Þar er ein okkar mesta orkusóun.

Kveðja  

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband