24.11.2007 | 14:59
LÖGBRJÓTAR.
Tæknilega er Kasparof nú orðinn lögbrjótur líkt og meðlimir Saving Iceland voru í göngu sinni í Reykjavík. En munurinn á þessu tvennu í augum flestra hér er líklega sá að Kasparof sé "góður" lögbrjótur vegna þess að stjórnarfarið í Rússlandi sé verra en á Íslandi. Raunar þarf ekki lögbrjóta til hér á landi til að vera álitinn "óæskilegur". Þannig var nokkrum erlendum vélhjólamönnu vísað úr landi hér nýlega þótt þeir væru með hreint sakarvottorð. Sömuleiðis var félögum í Falun Gong meinuð landvist á ólöglegan hátt á sínum tíma á jafn hæpnum forsendum.
Í sjónvarpsfréttum í gær kom í ljós að það er ekki nóg að þú hafir greitt skuld þína við þjóðfélagið vegna yfirsjóna þinna og sért kominn aftur út í þjóðlífið með hreint mannorð að nýju. Án þess að þú vitir af því getur lögreglan samt laumað samt undir bíl þinn senditæki sem gerir henni kleift að svipta þig frelsi einkalífs og hafa þig undir smásjá.
Dómsmálaráðherra hefur sagt að þetta laumuspil lögreglunnar rjúfi meira friðhelgi einkalífs en símahleranir. Ég er ósammála því. Með því að nýta sér símakerfið getur stóri bróðir bæði fylgst með ferðum símans þíns og þar með ferðum þínum auk þess að allt sem þú segir er hlerað, jafnvel hin viðkvæmustu einkamál.
Ég undrast hve lítil og máttlaus umræðan er um þessi mál hér. Kasparoff segir að fólkið í Rússlandi verði að vinna bug á óttanum við yfirvöld. Getur verið að þessi ótti við umræðu og yfirvöld sé líka hér á landi?
Menn köfuðu nýlega bara sæmilega djúpt niður í meintar hleranir á Íslandi um miðja síðustu öld. Það er liðin tíð og ekkert verður tekið til baka. Af hverju fer enginn og kafar niður í hugsanlegar hleranir nú og á næstunni, hleranir sem skipta okkur raunverulegu máli?
Eitt fylgir ekki fréttinni frá Moskvu. Hve lengi var Kasparof haldið í fangelsi? Ég spyr bara af forvitni vegna samanburðar við það hve lengi sams konar lögbrjótum er haldið hér á landi.
Kasparov handtekinn í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heilshugar undir orð þín hér og mér finnst umræðan ótrúlega máttlaus líka. Full ástæða til að kanna hversu umfangsmiklar hleranir eru stundaðar í dag og hvort að lögreglan uppylli heilaga upplýsingaskyldu sína við þá sem hleraðir eru.
Hefðu Falun Gong liðar og mótmælendurnir í Saving Iceland verið beittir rafbyssum af íslensku lögreglunni ef að þær hefðu verið klárar til notkunar?
Georg P Sveinbjörnsson, 24.11.2007 kl. 15:10
Mælir þú mikil sannindi Ómar. Það er ótrúlegt hvað fólk á auðvelt með að sætta sig við skerðingu á eigin frelsi og mannréttindum svo lengi sem það er í nafni öryggis, þegar búið er að ala á hræðslunni. Svo eins og þú segir, þegar sama gerist erlendis, sér fólk hlutina í réttu ljósi: kúgun og mannréttindabrot.
Guðmundur Kristjánsson, 24.11.2007 kl. 16:36
Allir eru búnir að viðurkenna áhrif svifryksins á sjúkdóminn asthma.
Mér kemur núna í hug önnur ástæða sem er pólitísks eðlis!
Árni Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 16:51
Ég segi nú bara; til helvítis með 5% regluna í Alþingiskosningum, þá aumkunnarlega réttlættu lýðræðistakmörkun! Þú átt heima inni á þingi, háttvirtur Ómar Ragnarsson, ekki bara vegna landgræðslumála. Ég skora á þig að bjóða aftur fram næst, gagnrýna opinberlega þessa fáránlegu 5% reglu, og aftur eftir það. Jafnvel þó það klikki geturðu alltaf sagt að þú hafir reynt.
Og hið illa sigrar þegar góðir menn gera ekkert.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 18:10
Tek undir orð þín Ómar hér!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.11.2007 kl. 22:03
Styð heilshugar orð þin hér Ómar
Halldór Sigurðsson, 24.11.2007 kl. 23:12
Satt, er frelsi fólgið í njósnum,bönnum og yfirgangi stóra bróðurs... því ber að svara nei
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:06
Mér sýnist nú að Fullur sé að staðfesta að heitið hans sé réttnefni í neikvæðasta skilningi þess orðs!
Kristján H Theódórsson, 25.11.2007 kl. 01:11
Ómar. Það hefur reyndar hvergi komið fram að neinn hér líti á Kasparov sem lögbrjót, hvorki tæknilega né samkvæmt laganna bókstaf.
Ég vil spyrja ykkur öll, er orðið tímabært að fara á fjöll. Til að öðlast ró og næði, geta elskast og haft samræði.
Þórbergur Torfason, 25.11.2007 kl. 01:20
Kasparov er ekki bara "tæknilega" lögbrjótur. Þó menn hafi samúð með málstað hans, þá þýðir ekkert að skauta fram já staðreyndum. Ómar nefnir til samanburðar viðleitni íslenskra stjórnvalda til að liðka fyrir viðskiptasamböndum við Kína, að hamla gegn því að eiturlyfjasamtök festi hér rætur og svo auðvitað aðal málið: Að fólkið í Saving Iceland sé fórnarlamb svipaðra ofsókna og Kaspi kallinn hafi orðið fyrir.
Rétt eins og Kasparov og samtök hans þá braut Saving Iceland hópurinn af sér hér á landi. Þó Ómar og fleiri öfga náttúruverndarsinnar hafi samúð með málstað þeirra, þá er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd.
"Óeirðalögregla greip til aðgerða eftir að um 150 mótmælendur ruddust gegnum raðir lögreglu og reyndu að ganga að húsi rússnesku kjörstjórnarinnar".
"Í þetta skipti fengu skipuleggjendurnir heimild borgaryfirvalda til að halda mótmælafund en bann var lagt við því, að gengið yrði yfir torgið að byggingunni þar sem yfirkjörstjórn landsins er með skrifstofur".
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 11:35
Svo er Ómar auðvitað að gefa í skyn að hann sjálfur sé fórnarlamb ofsókna með vísun í símhleranir og staðsetningartæki. Það er aldrei hægt að hafa of mikla samúð í áróðursbransanum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 11:51
Samkvæmt skilningi Gunnars leitar sá sem fann staðsetningartækið undir bíl sínum réttar síns til að fá samúð. Sama væntanlega að segja um lögfræðing hans. Þess vegna eiga menn ekki að leita réttar síns í svona málum.
Með sama skilningi má segja að Kolbrún Sverrisdóttir hafi krafist rannsóknar á Æsuslysinu til þess að fá samúð. Þetta mátti hún því ekki gera.
Auðvitað átti þá alls ekki að kafa ofan í símahleranir fyrri ára vegna þess að þá fengju Hannibal Valdimarsson og samherjar hans síðbúna samúð.
Varðandi spurninguna um kaup Landsvirkjunar á eintaki af heimildarmyndinni "Örkin" sem samkvæmt kostnaðaráætlun mun kosta á fjórða tug milljóna króna þá hefur þessi fimmtungshlutur í kostnaðinum þegar farið í kvikmyndatökurnar sem þarf til að taka þessa mynd.
Ótal ferðir, akandi, gangandi, siglandi og fljúgandi um virkjunarsvæðið ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum sem vill kynna sér það mál og fólki á Austurlandi er fullkunnugt um ítrekaða og langvarandi viðverum mína og samastarfsfólks míns fyrir austan og tíðar ferðir þangað.
Ómar Ragnarsson, 25.11.2007 kl. 12:32
Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að leita réttar síns ef brotið er á því. En eftir hverju er fólk að leita þegar það gefur í skyn að brotið sé á því?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.