HETJA DAGSINS - BESTA LANDIÐ - SJÚKLINGAR AFRÆKTIR.

Er að horfa á Eddu Heiðrúnu Backmann í sjónvarpinu, hetju dagsins og fyrirmynd í því hvernig hægt er að takast á við erfiðan sjúkdóm. Það er nöturleg tilviljun að þennan sama dag, 27. nóvember, eru tvær aðrar fréttir á kreiki, - önnur um það að best sé að lifa á Íslandi, og hin, að fólk með MS-sjúkdóminn þurfi að sætta sig við það að hraka vegna sjúkdómsins af því að þetta ríka þjóðfélag dregur að flytja til landsins lyf sem getur létt því baráttuna við grimman sjúkdóm. Þessar þrjár fréttir, Edda Heiðrún, MS-sjúklingarnir og Ísland, besta land í heimi er umhugsunarefni fyrir okkur öll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kannski ekki en sagði ekki Ingibjörg Sólrún í dag að hefð okkar sem besta lands í heimi legði okkur auknar skyldur á herðar?

Ómar Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Minn besti vinur frá barnsaldri fékk MS sjúkdóminn þegar hann var 18 ára gamall. Hann dó rúmlega þrítugur, fyrir um tíu árum síðan, af óbeinum orsökum sjúkdómsins. Ég fræddist töluvert um sjúkdóminn á þessum árum og ég minnist þess ekki að hann hafi verið sveltur á lyfjum á þeim tíma vegna kostnaðar. MS sjúklingar eru um 0,1% þjóðarinnar, ef ég man rétt, eða um 300 manns. Þeir þurfa ekki allir á lyfjum að halda og tiltölulega fáir þurfa á stöðugri lyfjagjöf að halda. Mun fleiri þurfa dýr krabbameinslyf. Mér finnst það með ólíkindum ef MS sjúklingar fá ekki þau lyf sem þeir þurfa á að halda. Getur ekki verið um aðra skýringu að ræða en kostnaður? Sum lyf henta ekki öllum, t.d. vegna aukaverkana. Ef skýringin er kostnaðurinn þá er ég nú eiginlega bara kjaftstopp, verð bæði reiður og sorgmæddur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 04:40

3 Smámynd: Karl Ólafsson

Þar sem ég er staddur í USA þessa stundina missti ég af þessari frétt um MS og biðina eftir þessu nýja meðali.

Málið stendur mér nærri þar sem sonur minn, 21 árs, greindist með MS í sumar. Honum hefur hrakað hratt, sem er ástæða þess að hann er einmitt á biðlista eftir þessu meðali (Tysabri). Hann er nú nýbyrjaður á eldra meðali einmitt vegna þess hve prófun Tysabri hefur dregist. Ég hef hvergi fengið staðfest af hverju þessi töf stafar.

Á einhver hlekk á þessa frétt?

Gunnar, leitt að heyra að vinur þinn skyldi látast af óbeinum orsökum MS.  Það ku vera sjaldgæft í dag, einmitt vegna þess hve meðferð sjúkdómsins hefur fleygt fram. Miklar vonir eru bundnar vil þetta Tysabri lyf, en það hefur reynst vel í prófunum erlendis.

Karl Ólafsson, 29.11.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband