MISMUNUN TUNGUMÁLA.

Heyrði rétt í þessu að auglýstur var í sjónvarpi bíll sem er ekki lengur fólksvagn heldur vólksvagn. Mér finnst það hart fyrir umboðið, sem selur Volkswagen, að þulurinn í auglýsingu þeirra skuli ekki getað borið svo þekkt nafn rétt fram. Þjóðverjar bera þetta nafn fram "folksvagen" og þar sem þetta nafn þýðir fólksvagn á íslensku er það enn fráleitara að bera þetta fram "volksvagen."

Enginn auglýsingaþulur kæmist upp með það að bera nafnið Range Rover fram eins og það væri íslenskt heldur myndi hann að sjálfsögðu bera það fram "reinds rover."

Ég tala um mismunun tungumála vegna þess að allir vanda sig við að bera fram ensk nöfn en sýna öðrum tungumálum, - íslenska meðtalin, - furðulega lítilsvirðingu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Alveg sammala thessu hja ther.

Ásta Björk Solis, 28.11.2007 kl. 19:10

2 identicon

Þetta er náttúrulega bara heimskulegt.. hjá þér. Þulurinn á ekki að þurfa að kunna þýsku þó svo hann þurfi að bera fram nafn á bílategund, hvaða þjóðverji er svosem að horfa á þessa auglýsingu, og ef hann er að því.. þá er hann að horfa á Íslenskt sjónvarp og ætti að gera borið virðingu fyrir því hvernig Íslendingurinn vill bera þetta fram.

Arnar Ká (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Ómar Ragnarsson er alveg merkilega mikið fífl.

Hróðmar Vésteinn, 28.11.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Fólksvagen hefur heitið það frá upphafi innflutnings þeirrar bíltegundar til Íslands og engin ástæða til að breyta því núna. Annað sem mér finnst mjög skrýtið, þegar ég hlusta á fréttir sjónvarpsstöðvanna í útvarpi les þulur textann sem birtist þegar erlendir menn tala í fréttatímanum.  Ég hef samt tekið eftir því að OFT þegar viðkomandi útlendingur talar arabísku, kínversku, frönsku, swahili eða annað mál sem ég er ekkert sérlega sleipur í, þá steinþegir þulurinn. Svo rífur hann sig niður í rass um leið og enskumælandi maður er í viðtali. Ég hélt að þeir væru bara að lesa textann sem birtist í sjónvarpinu.

Markús frá Djúpalæk, 28.11.2007 kl. 23:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er það heimskulegt að útlendur þulur beri orðið Baugur fram eins og við gerum en ekki sem "Bágur"? Allt í lagi að útlendingar tali um skær þegar þeir eru að tala um skyr.

Það að auki er þýska orðið volk eitt þekktasta orðið í þýsku og svo þekkt að jafnvel þótt fólk kunni ekki málið ber það vott um mikla fáfræði að þekkja ekki þetta orð.

Ég veit ekki um nokkra þjóð sem ber orðið Volkswagen fram eins og þulurinn í íslensku auglýsingunni.

Ómar Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband