4.12.2007 | 22:21
"RÚSSNESK KOSNING" AFTURGENGIN.
Ég átti erfitt með að trúa eigin eyrum að heyra í tíufréttunum í kvöld að yfir 99% kosningaþátttaka hefði verið í Tsjetsjeníu og Pútín með 99% atkvæða. Getur það virkilega verið að rússneskum ráðamönnum þyki slík þátttaka vera góð auglýsing fyrir lýðræðið þar eystra. Ég vona tvennt í þessu sambandi. Annað hvort að þessar tölur séu ekki réttar eða að þetta tákn ekki það að Pútín telji það sér til tekna að fá sams konar tölur upp úr kössunum og Stalín, Krústjof og Brésef fengu á sínum tíma.
Kosningarnar í Rússlandi stóðust ekki alþjóðlegar kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.