TEKST AÐ SKAPA ÓTTA, ÞVÍ MIÐUR.

Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram óskina um fjórar tegundir af frelsi árið 1941: Skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá skorti og frelsi frá ótta. Hvert tilfelli á borð við það sem nú hefur gerst gagnvart saklausri íslenskri konu í bandarískri flughöfn er sigur fyrir hryðjuverkaöflin. Sjúklegur ótti með ofsafengnum og harðneskjulegum viðbrögðum er einmitt það sem hryðjuverkaöflin hafa stefnt að að skapa á vesturlöndum.

Það er dapurlegt þegar fulltrúar forystuþjóðar lýðræðis og mannréttinda hjálpa til við að eyðileggja fyrir sjálfum sér og vega að þeim gildum frelsis sem full þörf er á að berjast fyrir ekkert síður nú en fyrir 66 árum.

Sú barátta er að sönnu vandasöm en það á að vera hægt að standa betur að málum en þetta og komast hjá því að gera vestræn þjóðfélög að lögregluríkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo ef menn nenna að skoða ýmsar staðreyndir utan einstefnumiðlunnar fjölmiðla, þá munu þeir komast að því að hryðjuverkaógnin er heimatilbúin fabúla yfirvalda í US.  Í raun er staðreynd málsins óhugnanlega nærri 1984 Orwells.

Óttinn er sterkasta stjórntækið.  Hann nota þessir menn ekki aðeins á umheiminn heldur beita honum miskunnarlaust á sína þegna. Vænisýkin er smitandi og lamar alla raunsæja og gagnrýna hugsun.  Hún er svo gulls ígildi fyrir sjóði þessarar stjórnlausu hernaðarmaskínu, sem er lýðræðishugtakinu til háðungar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef ekki heyrt um þetta dæmi, en það er ekki erfitt að sjá að Bandaríkin eru að verða að því sem Reagan kallaði Sovétríkin á sínum tíma, The Evil Empire.

Villi Asgeirsson, 14.12.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón Steinar, ég er ekki viss um að 1984 sé fyrirmyndin. Spurning með Brave New World, því þetta er gert þannig að þegnarnir eru ekki einu sinni mótfallnir frelsisskerðingu, heldur þakka þeir beinlínis fyrir hann.

Villi Asgeirsson, 14.12.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband