SOKKAMÁL SEM ÉG SKIL VEL.

Sokkar nemenda eru ekki nýtt mál né sér bandarískt. Þegar ég var unglingur í gaggó og Menntaskóla kom það fyrir að ég kom í skólann á lopasokkum og strigaskóm. Ég man vel hve mörgum þótti þetta óviðeigandi og ekki sæmandi í svo virðulegrum skólastofnunum. Ekki kom þó ti beinna aðgerða af hálfu skólayfirvalda. Þegar ég var síðar orðiðnn fréttamaður hjá Sjónvarpinu kom ég til vinnu á ljósleitum íþróttaskóm og þótti fréttastjóranum það afleitt, einkum ef ég þyrfti að hitta háttsetta embættismenn.

Hvorugur okkar vildi gefa eftir í þessu máli en mér tókst að leysa það með því að finna í utanlandsferð svarta íþróttaskó og hef gengið í slíkum skóm í bráðum 40 ár. 

Tuttugu árum síðar hafði dæmið snúist við og menn voru farnir að ganga á ljósleitum og hvítum íþróttaskóm í stórum stíl, jafnvel menn sem aldrei hreyfðu sig svo heitið gæti. Þetta var orðið "in."

Þá var svo komið að ég skar mig úr að nýju, því að nú var ég sá eini sem var á "dulbúnum", svörtum íþrótttaskóm. Ég hef haldið fast við minn keip og geng í þeim jafnan enn hvar sem er, jafnt á sviði þegar ég kem fram á virðulegum samkomum, sem í gönguferðum um hálendið. 

Er þetta talin sérviska í mér en ég fer nú varla að breyta neinu úr þessu.  

 


mbl.is Dýrkeypt lögsókn vegna sokkabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Ómar :) Þú ert alltaf flottastur.

Emil Ofurtryllir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband