18.12.2007 | 11:09
ÞAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM BRAUÐ...
"...kertaljós og klæðin rauð / svo komist þau úr bólunum." Þetta voru nú kröfur hins gamla tíma um jólin. Klæðin voru rauð rímsins vegna en að öðru leyti snerist þetta um að börnin hefðu eitthvað í að vera, annars komust þau ekki úr bólunum. Eftirminnilegasta jólagjöf bernsku minnar var Volkswagen-plastbíll, sjálftrekktur. Á ferð um Eþíópíu þar sem ekið var fram hjá hræjum af dýrum, sem höfðu hrunið niður í þurrkum og fólk dó líka úr þorsta, var ekkert þorp svo frumstætt að ekki væri hægt að kaupa þar Coca-Cola á minnstu flöskunum, jafnvel á slóðum þar sem vestrænir menn voru ekki á ferð vegna hættu á árásum frá ræningjaflokkum frá Sómalíu. (Þetta var nálægt landamærunum)
Þá spurði maður svipaðrar spurningar og Maria Antoinette var sögð hafa spurt þegar henni var sagt frá hungursneyð þegna hennar vegna skorts á brauði: "Af hverju borðar fólkið þá bara ekki kökur og tertur?"
Mín spurning var: "Ef fólkið er að deyja úr þorsta, af hverju drekkur það ekki Coca-Cola?" Svarið var: Fólkið á enga peninga og meðaltekjur hvers íbúa Eþíópíu eru 0,5% af meðaltekjum Íslendings. Eþíópíubúi með meðaltekjur yrði viku að vinna fyrir kókflösku af minnstu gerð.
Ætla að enda þennan pistil með text við lag sem ég gerði fyrir nokkrum dögum og heitir: "Manstu gömlu jólin."
MANSTU GÖMLU JÓLIN ?
Manstu gömlu jólin, hvíta, mjúkan snjó?
Manstu, hvað við vorum glöð og áttum alltaf nóg?
Það var oft svo einfalt sem gladdi okkar geð
er gjafirnar við tókum upp við litla jólatréð.
Þá áttum við stundir sem aldrei gleymi ég
og ævinlega lýsa mér um lífsins grýtta veg.
Það er ekki´allt fengið keypt dýrum dómum hér,
því dýrmætara er að kunna að gefa af sjálfum sér.
Ég bið að gömlu jólin birtist mér á ný
og besta jólagjöfin verði´að falla faðm þinn í.
Börn fá Range Rover í jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, er nokkur séns að fá netfangið þitt? Mig langar til að senda þér ljósmyndir kv.
gamlingi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:49
Góður texti
Ruth, 18.12.2007 kl. 11:56
Netfangið mitt er hugmyndaflug@hugmyndaflug.is
Ómar Ragnarsson, 18.12.2007 kl. 13:31
Þegar blámaður nokkur kom á heimili tengdamóður minnar á Húsavík spurði hún: "Borða svertingjar nokkuð rjómatertur?"
Nú er bilið á milli ríkra og fátækra hér á Klakanum að verða svipað og í Ameríkunni, gullrassarnir að sligast undan feitum seðlaveskjum en aðrir norpa fyrir utan Mæðrastyrksnefnd.
Og þar sem Reykjavíkin er á Ameríkuflekanum tilheyrir hún Ameríkunni líka landfræðilega. Hlegið á efstu hæðinni á Svörtuloftum: "Og sjá, það er fullkomnað!"
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:46
Þetta er einstaklega góður texti hjá þér Ómar. Það reynist held ég mörgum erfitt í dag að gefa af sjálfum sér. Það er alltaf verið að finna dýrari og stærri gjafir en gefnar voru í fyrra eða stærri en þessi eða hinn gaf. Er ekki kominn tími til að staldra við og skoða hjörtu okkar gagnvart gjöfum? Að gefa af sjálfum sér er miklu stærri gjöf en sú sem fæst keypt.
Sigurlaug B. Gröndal, 18.12.2007 kl. 15:51
Coca-cola ætlaði sér að setja stærðarinnar auglýsingu á sporbraut um jörðu.
sovéska geimvísindastofnunin ætlaði að setja risastóran spegil sem lýsa ætti upp síberíu og vera neiðarljós í nátturuhamförum.
hvorugt uppátækið gekk upp. annað gekk ekki upp vegna fjárskorts en hitt vegna mótmæla.
Garðar Þór Bragason (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.