SKILJANLEGUR MUNUR.

Það er skiljanlegur munur á því hvað dýrarar er að búa á Íslandi en í öðrum af ríkustu löndum heims. Ef til dæmis er miðað við Danmörku er Ísland miklu dreifbýlla land en Danmörk og þar að auki afskekktasta landið í Evrópu. Þess vegna er meiri kostnaður við aðföng og einnig vegur þungt að hærra verð er hér á matvöru en annars staðar enda skilyrði til landbúnaðar verri hér.

En sé kaupgjald lægra hér en í þeim löndum sem næst okkur koma, verður munurinn meiri hvað kaupmátt snertir heldur en nemur muninum á því sem það dýrara að búa hér á klakanum.

Í Eþíópíu er sexfalt ódýrara að lifa en á Íslandi en hins vegar eru meðaltekur á mann tvöhundruð sinnum minni.  

Einhverir kunna að segja að hægt væri að minnka þennan kostnað á Íslandi með því að færa alla byggð í landinu til suðvesturhornsins og spara kostnað við vegi og landbúnað. Varnarlínan við að halda byggð í landinu sé í Leifsstöð. 

Mér hugnast ekki sú framtíðarsýn að landsbyggðin breytist í sumarbústaðalönd og að við verðum algerlega háðir landbúnaði annarra þjóða. Í Noregi er í sumum byggðum skylt að búa allt árið á sveitabæjum, halda þeim í byggð og hafa þar skepnuhald. Þetta kostar fé og Noregur er meðal efstu landanna á listanum yfir dýrustu löndin.

Þetta gera Norðmenn ekki vegna bændanna eða landbúnaðarins heldur vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir telja sig þurfa að hafa sem menningarþjóð með fjölbreytta menningu og þeirra myndar sem þeir vilja gefa erlendum ferðamönnum af landi sunnudags selstúlkunnar, tónlist Griegs og umhverfisins og menningarinnar sem bókmenntir Björnssons, Strindbergs og Hamsuns fengu næringu sína frá.

Norðmenn telja það akk fyrir ferðaþjónustuna að kollvarpa ekki menningarlandslaginu og því hvernig þjóðin byggir landið.

Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því hve langt skuli ganga við að viðhalda allri byggð óbreyttri og óbreytanlegri. En söfnun lands á fáar hendur getur orðið meiri en æskilegt er. Hér á landi eiga sér nú stað miklar og hraðar eignatilfærslur í dreifbýli sem vert er að fylgjast náið með. Annars kann svo að fara að við stefnum til baka til þessa tíma þegar 90 prósent bænda voru leiguliðar.


mbl.is Dýrast að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst finnst óþarfi að flækja málin þegar talað er um kaupmátt. Orðið segir sig sjálft: "kaupmáttur". Þegar kaupmáttur er reiknaður út er tekið tillit til margra ólíkra þátta. Vísitölurnar eru flestar ef ekki allar settar í pottinn og svo er reiknað en aðalatriðið er að reikna allstaðar eins til þess að fá marktækan samanburð á milli landa.

Norðmenn hafa eflaust efni á því að afgreiða byggðavandamál sín á aumingja og ölmusugrundvelli, þ.e. að hlaða undir fólk í byggðum sem eiga á brattann að sækja, án þess að hugað sé að því hvort einhver arðsemi felist í aðgerðunum. Íslendingar hafa ekki efni á því, a.m.k. ekki á sama skala og frændur vorir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2007 kl. 02:37

2 identicon

Gunnar.

Þú veist greinilega ekkert hvað kaupmáttur þýðir. "Þegar kaupmáttur er reiknaður út er tekið tillit til margra ólíkra þátta. Vísitölurnar eru flestar ef ekki allar settar í pottinn og svo er reiknað en aðalatriðið er að reikna allstaðar eins til þess að fá marktækan samanburð á milli landa"  mjög gáfulegt.

Þegar rætt er  um kaupmátt þá ber að athuga hvort um er að ræða kaupmátt launa eða kaupmátt ráðstöfunartekna og þar er stór munur á, sem þú ættir að kynna þér.

Verjir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Verjir: Hvað heldur þú að sé verið að reikna út þegar gerður er samanburður á lifskjörum á milli landa?

Það er merkilegt að þeir sem tjá sig digurbarkalega í bloggheimum eru oftar en ekki í felum á bak við nafnleynd. Afhverju skrifar þú ekki undir nafni Verjir?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2007 kl. 13:33

4 identicon

Sæll Gunnar, er alltaf að bíða eftir svari á þinni síðu um hvað Svíar geta lært af Íslendingum í velferðarmálum, það kemur ekkert svar frá þér !

Kláraðu það nú áður en þú ferð að bulla á öðrum síðum.

Birgir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um leið og þú hefur lært mannasiði Birgir, skal ég íhuga að svara þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2007 kl. 13:34

6 identicon

Þetta var ekki spurning frá mér, það var Ásgeir H. Pálsson sem spurði , þú ert sennilega í vandræðum með að svara, eða svona mikið að gera blogginu hjá þér , nú eða að Ásgeir kunni ekki mannasiði heldur, blessaður lokaðu bara á hann ef hann er með óþægilegar spurningar :)

Birgir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband