KĆRKOMIĐ FRÉTTALEYSI ?

Fréttafíklar geta átt bágt um jólin. Í gćr voru helstu fréttirnar ţađ sem allir vissu, hvernig veđur var úti, - ađ guđsţjónustur voru haldnar, ađ reynt var ađ gera útigangsfólki jólin bćrilegri o.s.frv. Í erlendu máli er norđiđ "nýtt" notađ um fréttir, "nyheder og news", ţ. e. ađ frétt sé ađeins ţađ sem öđruvísi en ţađ sem fyrir er. Ég hef oft á starfsferli mínum ţurft ađ rökstyđja ţađ ađ eitthvađ sé "ekkifrétt" međ ţví ađ vísa í orđaval nágrannaţjóđanna um ţetta fyrirbćri.

Einu sinni var gerđ tilraun á Stöđ tvö ađ mig minnir ađ hafa engar fréttir á jóladag í sparnađarskyni. Ekki man ég til ţess ađ nein sérstök frétt hafi veriđ á ferđinni á ţessum degi en ţađ var allra manna mál ađ svona lagađ mćtti aldrei gerast aftur.

Ég held ađ ţađ sé ákaflega gott ađ ekkert gerist fréttnćmt um jólin. Ţađ ćtti ađ geta hjálpađ okkur til ađ fćra okkur út úr streitunni, hrađanum og óţolinu sem ţjóđlíf okkar einkennist af í vaxandi mćli. Mér ţótt ţví vćnt um ekkifréttatíma gćrdagsins og mín vegna hefđi vel mátt fella alla fréttatímana niđur.

Ţađ er reynsla fréttamanna ađ annar í jólum, páskum og hvítasunnu geta oft orđiđ erfiđustu vinnudagarnir vegna fréttaleysis. Svo virđist hins vegar sem dagurinn í dag sé ekki fréttalaus og ţví miđur er fréttin af hrundu brúnni í Nepal ekki góđ frétt. Ţađ er engu ađ treysta ţegar fréttir eru annars vegar.

Frétt sem sýnist verđa fyrsta frétt ađ morgni getur orđiđ ađ ţeirri síđustu um kvöldiđ eđa jafnvel veriđ sleppt. Alvarlegar og stórar fréttir geta gerst á jóladag og páskadag, alveg eins og ađra daga og ţví er og verđur ţađ útilokađ ađ sleppa fréttatímum nokkurn dag ársins.

En mikiđ finnst mér ţađ gott ţegar engar fréttir gerast á helstu hátíđisdögum ársins. Ţađ gćti jafnvel orđiđ frétt í sjálfu sér ađ hafa bara ţá einu frétt í fréttatímanum ađ aldrei ţessu vant sé ekkert í fréttum. Ţađ vćri hćgt ađ "selja" ţá frétt međ ţví ađ slíkt hafi aldrei gerst áđur og sé ţví frétt, nyhed.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Í Noregi var gerđ tilraun međ eina jákvćđa frétt í lok hvers fréttatíma og sjónvarpiđ kom líka međ sólskinssögu í lok fréttatímans, ţá kannski ađ lamb hafđi fćđst á miđjum vetri, ađ giftingahringur hafi fundist í kálgarđi eftir 20 ár og svoleiđis. En alltaf jákvćđar fréttir  og til ţess gert ađ koma fólki í gott skap. Ţetta hafđi alveg ótrúleg áhrif. Fólk sagđi öđrum brosandi frá ţessari frétt og var hćgt ađ merkja viđ ţá daga sem sérstaklega jákvćđar fréttir voru sagđar. ţađ ţarf lítiđ til ađ lyfta upp mannssálinni, sama hvort ţađ er frétt eđa ekkifrétt.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 26.12.2007 kl. 17:17

2 identicon

Ţetta er bara í stuttumáli sagt hjá ţér. Engar fréttir eru góđar fréttir. Einfalt.

spritti (IP-tala skráđ) 26.12.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt hjá ţér, spritti. Enska skammstöfunin KISS, Keep It Simple, Stupid!.

Ómar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 23:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband