SÉRKENNILEGUR FLÓTTI.

Ummæli Jóns Viðars Jónssonar, "snobbliðið mætir til að klappa (í Borgarleikhúsinu) en almenningur finnur nályktina og flýr" hafa verið á allara vörum að undanförnu. Við sem tökum þátt í söngleiknum Ást höfum ekki skynjað þetta svona. Uppselt hefur verið á þær 70 sýningar sem haldnar hafa verið og sér ekki fyrir endann á því.
Í Morgunblaðinu í dag sé ég að þegar sé uppselt á allar fyrstu níu sýningar fram í febrúar á söngleiknum Jesus Christ Superstar á stóra sviðinu. Sérkennilegur flótti áhorfenda þar.

Að öðru leyti dettur mér ekki í hug að fara að deila um ummæli sem tengjast smekk eða matsatriðum þessa ágæta gagnrýnanda eða annarra. Hver verður að dæma fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alls ekki verið að úthýsa gagnrýnandanum. Borgarleikhúsið er bara hætt að borga fyrir svívirðingar frá honum og það gerði leikhús allra landsmanna á sínum tíma líka. Honum er frjálst að mæta eftir sem áður...á eigin reikning eða vinnuveitanda síns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ómar.

Það breytir í raun engu hvaða ummæli sá hinn sami gagnrýnandi viðhefur um leikhús þetta, ákvörðun leikhússtjóra er einungis til þess fallin að hella olíu á eld , algjörs fjábjanaháttar í anda ritskoðunar og bannfæringarstefnu miðalda.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.1.2008 kl. 02:00

3 identicon

Fræg voru lokaorð þessa gagnrýnanda í kastljósinu fyrir mörgum árum. Hann hafði farið mikinn í gagnrýni sinni um barnaleikrit og taldi sýninguna heldur kléna!!!!  Lokaorðin voru: "Börnin virtust þó skemmta sér mjög vel"

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 04:49

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Viðar Jónsson finnu nálykt af verkefnavali eða hvað?

Mér finnst að leikhússtjóri hafi hlaupið á sig, því miður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Púkinn

Hvers vegna ætti leikhúsið að gefa þeim boðsmiða sem gera lítið annað en að níða það? 

Hvað um það - Púkinn hefur nú farið nokkrum sinnum í Borgarleikhúsið síðustu mánuði og er bara vel sáttur við verkefnavalið og frammistöðu leikara.

Púkinn, 5.1.2008 kl. 15:26

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

"Börnin virtust þó skemmta sér mjög vel" Já þetta er auðvitað skondið.

En fagleg gagnrýni er ekki einungis bundin við afþreygingarmátt efniviðs. Barnaefni er voða mismunandi og alls ekki betra efnið það sem barn sækist í. Þess vegna höfum við stundum vit fyrir þeim :-)

Ólafur Þórðarson, 5.1.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistill minn fjallaði á engan hátt um það hvort rétt hefði verið að hætta að gefa Jóni Viðari boðsmiða og heldur ekki um ummæli hans um gæði sýninga og frammistöðu leikara á sviðinu. Eins og sést á athugasemdum hér að ofan eru skoðanir skiptar um gjörðir leikhústjórans og gagnrýnandans.

Ég er hins vegar fjölmiðlamaður og fannst mér skylt að leiðrétta rangar staðhæfingar um aðsókn.

Samstarfsfólk mitt sem vinnur með mér í þeim tveimur sýningum sem ég nefndi á það ekki skilið að ranglega sé alhæft um það að "almenningur finni nályktina og flýi." Við höfum heldur ekki orðið þess vör að 14 þúsund manns, sem hafa séð Ást, sé "snobblið sem mæti til að klappa."

Ómar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband