5.1.2008 | 18:19
HLÝNUN OG MEIRI SNJÓR ?
Já, hlýnandi veðurfar getur valdið aukinni snjókomu á ákveðnum svæðum. Það stafar að því að stóraukin úrkoma fellur að vetrarlagi sem snjór á hálendi eins og nú gerist á skoska hálendinu og í Siearra Nevada í Kaliforníu. Sama hefur átt sér stað á norska hálendinu undanfarin ár. Munu jöklar þá ekki vaxa með aukinni snjókomu? Nei, því að það er bara takmarkaðan tíma ársins sem úrkoman fellur sem snjór en frá vori til hausts er hlýrra og meiri rigningar en áður og leysingin gerir meira en vinna aukna snjókomu upp.
Á ótal ferðum mínum um hálendið hef ég tekið eftir því undanfarna vetur að hlákurnar eru lengri og ákafari en áður var og að norðan Vatnajökuls gerir það meira en vega upp aukna snjókomu á köflum. Þannig gat ég lent á flugvellinum við Herðubreiðarlindir alla mánuði ársins 2004 og hef lent á Sauðarmel rétt norðan Brúarjökuls allt fram undir jól.
Snjóflóðahætta á Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.