RÁÐ VIÐ BOTNGJÖF OG HEMLALEYSI.

Frétt um vandræði og árekstur af völdum fastrar bensíngjafar leiða huga minn að hugarleikfimi sem gott er að stunda reglulega hvað varðar það og einnig það að hemlar bresti. Föst bensíngjöf: Stiga strax á kúpingu / setja sjálfskiptingu í hlutlaust og hemla. Hemlaleysi: Notað neyðarhemil sem á að vera í hverri bifreið og kallast handbremsa.

En hugarleikfimin er aðalatriðið, því að aðalatriðið er að "frjósa" ekki eða fara í panik. Þessi hugarþjálfun er sú leikfimi að fara að staðaldri í gegnum það í huganum og þá helst í næði í bílnum sjálfum að æfa sig í þessum viðbrögðum svo að þau verði helst ósjálfráð.

Mér er það minnisstætt haustið 2001 þegar ég kom akandi á 43 ára gömlum NSU Prinz inn í Gautaborg og hemlarnir fóru skyndilega af. Litlu munaði að ég gleymdi því að handbremsa var á bílnum af því að það var orðið svo langt síðan að ég hafði leitt hugann að þessu. Mundi það þó nógu snemma til að afstýra stórslysi.


mbl.is Bensíngjöfin festist í botni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt, Ómar, það er einmitt nokkuð sem ég er hálfhræddur um að lendi utanveltu hjá ökukennurum; að kenna fólki að hugsa um hvað það eigi að gera ef..... o.s.frv. Við munum báðir eftir því sem er í "From the ground up" um varúðarreglur í flugi, nokkur heilræði sem byrja á "Plan ahead, so that you.......etc." Það eru allt saman holl og góð ráð, ámóta þyrfti að vera til sem ökumenn bifreiða hefðu tiltækt hjá sér til að  rifja reglulega upp. Ég er búinn að vera á vegunum í fimmtíu ár og rétt um tvær milljónir kílómetra og hef enn sem komið er sloppið við alvarleg áföll - 7-9-13 - hvað sem síðar kann að verða! Ég hef búið mér til eigið svona "plan ahead if...." varðandi akstur og viðbrögð við óvæntum atburðum. Hef meira að segja nokkrum sinnum þurft að grípa til úrræðanna sem ég hef búið mér til og held að það hafi komið í veg fyrir slæma atburði.

kv. gamlingi 

gamlingi (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir þetta góða ráð, virðist vera svona "Já auðvitað" dæmi en eins og að þú segir þá þarf maður að hugsa um þetta svo að viðbrögðin verði svo til ósjálfráð.

Best að ég fari að æfa mig

Sporðdrekinn, 5.1.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Einar Steinsson

Ósjálfráð viðbrögð eru búin að drepa fjölda manns í umferðinni. Eitt af því sem skilur á milli topp ökumanna og skussanna er að þeir fyrirnemdu leyfa sér ekki ósjálfráð viðbrögð eða "frost" heldur halda áfram að stjórna ökutækinu allan tíman þrátt fyrir óvæntar uppákomur.

Einar Steinsson, 6.1.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Áttu ennþá prinsinn? Ég man eftir því þegar þú varst að reyna að selja hann 1964 á bílasölunni við Skúlagötu (gamla hringtorgið). Þú pataðir í allar áttir og helst vildir hafa selt hann í gær, en sá gamli hafði ekki áhuga. Hann sagði að þú vildir fá of mikið fyrir hann. En Prinsinn var flottur að sjá, hvítur og hreinn. Það er ekki oft sem bensínið festist í botni á bílum í dag. Þetta var algengara áður fyrr þegar maður var með carburetor og margar stangir á milli bensíngjafar og mótors, en maður kunni að stoppa með handbremsunni og stíra þangað til bíllinn stoppaði.

Eyjólfur Jónsson, 6.1.2008 kl. 22:50

5 identicon

ja ég verð nú að segja sem farþegi í bílnum að þetta var nú ekki löng vegalengd sem við komumst áður en við fórum á staurinn... kannski rúmir 20 metrar þannig að bílstjórinn fékk lítinn tíma til að bregðast við... og svona til að svara wolfang þá var þetta ekki beint nýr bíll heldur gamall subaru justy...

Agnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband