GÓÐUR Í SVEIFLUNNI, HVAÐ ANNAÐ?

Það kemur mér ekki á óvart að Bubbi skuli blómstra í sveiflunni og ég hefði átt að muna eftir að segja frá því í þættinum hjá Loga á Stöð 2 að hann gaf forskot á sæluna í laginu "Landi og lýð til hagsældar" á diskinum Sumarfrí sumarið 2006. Lagið var frá minni hendi kántrílag, en Bubbi réði því sem betur fór að gera það að sveiflulagi. Sagði mér frá því að hann hefði á siglingu um Karíbahafið hrifist af stórsveit sem kom í lyftu upp úr kjallara og lék fyrir farþega. Þá hefði hann uppgötvað í návígi til fulls leyndardóma stórsveitarsveiflunnar.

Þegar Logi spurði Bubba í þætti sínum að því hvort hann myndi fíla sveifluna hefði ég getað sagt það strax að Bubbi væri fæddur sveiflusöngvari, þvílík tilþrif og tilfinningu fann maður streyma frá honum þegar hann tók lagið með mér hér um árið.

Og nú hefur vinur minn bætt einni rósinni enn í smókingshnappagatið eins og við mátti búast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband