SONUR LÆRÐI EKKI AF FÖÐUR.

George Bush eldri fór að ráðum góðra ráðgjafa og lét her sinn ekki halda áfram til Bagdad og steypa Saddam Hussein af stóli eins og honum hefði verið í lófa lagið. Ráðgjafarnir sögðu að það hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Bush eldri gætti þess að hafa alþjóðlega samstöðu um hernaðinn og fara að alþjóðalögum. Sonur hans gerði flest öfugt við föður sinn í hefnd sem byggð var á uppspuna um gerðeyðingarvopn sem reyndust ekki vera til.

Þakka má forsjóninni fyrir að Bush yngri var ekki forseti þegar misvitrir hershöfðingjar lögðu til að varpa kjarnorkusprengju á Kyoto en Stimson hershöfðingi lét það vera eitt sitt síðasta verk að fá Truman forseta á sitt band og grípa ekki til slíks óyndisúrræðis.

Bush yngri hefði vafalaust hent hugmynd Mac Arthurs hershöfðingja á lofti um að beita kjarnorkuvopnum gegn Kína, en Truman setti hins vegar Mac Arthur af.

Ólíkir forsetar, annars vegar Truman, fyrrum vefnaðarvörukaupmaður frá Missouri, sem eyddi 15 árum ævi sinnar í að vinna sig upp úr gjaldþroti og komast til æðstu metorða á eigin verðleikum og heilbrigðri skynsemi, og hins vegar pabbasonurinn sem fór í misskilda hefndarherför og er nú Guði sé lof er nú senn að enda forsetatíð sína.

Hvað verða margir látnir í Írak þegar þessi ósköp enda, ef þau gera það þá nokkurn tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar.: Hefði Patton fengið að ráða eftir ww2 og Bush eldri haft manndóm í sér til að klára "dæmið"...Hvað þá?

Halldór Egill Guðnason, 31.1.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Heimsbyggðin ætti að anda léttar þegar Bush yngri kveður - hann hefur gert marga vitleysuna og í raun ótrúlegt að maður sem virðist ekki betur gefinn sé kosinn forseti jafn voldugrar þjóðar og USA, sem ávallt þykist vera mest og best.

Gísli Foster Hjartarson, 31.1.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ráðgjafar Bush eldri sáu fyrir að borgarastyrjöld myndi brjótast út í Írak ef Saddam Hussein yrði steypt af stóli og að það myndi kosta ómældar hörmungar í landinu, biinda Bandaríkjamenn þar á svipaðan hátt og í Vietnam og hafa ófyrirséðanlegar afleiðingar í þessum heimshluta.

Það er ekki alveg ljóst hjá sagnfræðingum hvað Patton vildi gera 1945 en líklegast hefðu hugmyndir hans um að virkja nasistana til komandi og óhjákvæmilegrar baráttu við kommúnismann valdið því að nauðsynlegt uppgjör við nasismann hefði aldrei farið fram og stefnt hefði í hrikalega framlengingu mannskæðustu styrjaldar sögunnar.

Mér vitanlega áttu hugmyndir Pattons ekki hljómgrunn hjá neinum ráðamanni meðað Bandamanna.  

Ómar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband