SÝNDARVERULEIKI NÚTÍMANS.

Þeir Reykvíkingar sem sáu Winston Churchill 1941 í Reykjavík vita að hann var til þótt könnun sýni að margir breskir unglingar haldi að hann hafi verið sögupersóna. En tölvutækni, sjónvarp og bíómyndir rugla marga fleiri en unglinga. Þannig var stundum á Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að heyra, að hann tryði því að einstakara bíómyndahetjur og atburðir úr bíómyndum hefðu verið raunveruleikinn sjálfur. Könnunin sýnir hve mikil áhrif höfundar handrita og bóka geta haft.

Unglingar framtíðarinnar munu hugsanlega halda að Jón Páll Sigmarsson hafi ekki verið til en að íþróttaálfurinn, Solla stirða og Glanni glæpur hafi verið til, hver veit?

Tvær ömmur hafa báðar sagt mér sömu söguna af barnabörnum sínum, sem voru orðin átta ára, töldu sig vera orðin nógu gömul til að vita sannleikann og spurðu: " Eru jólasveinarnir til?" "Nei, barnið mitt, " svöruðu ömmurnar. "Er Grýla til?" "Nei, hún er ekki til." "Er Leppalúði til?" "Nei barnið mitt. " "Er Ómar Ragnarsson til?" Þá urðu ömmurnar kjaftstopp.

Það varð ég líka þegar ég heyrði þetta fyrst, ekki síst vegna félagsskaparins sem ég var í í hugum barnanna.


mbl.is Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þekkt er að margir gera ekki mun á ímynd og raunveruleika. Þessi örfíni þráður getur vafist fyrir fleirum. Hefurðu prófað Ómar að skoða Íslendingabók og finna út skyldleika við vissar persónur Íslendingasagna.

Að gamni mínu sló eg inn nafnið Mörður Valgarðsson sem eins og allir vita skúrkurinn í einni frægustu skáldsögu sem rituð hefur verið á íslandi, Njáls sögu. og viti menn: er kominn af Merði Valgarðssyni í 29. lið! Finnst mér það furðufáir ættliðir þegar fyrir hendi eru um 10 ættliðir um 3 aldir aftur í tímann. Á miðöldum var mannsævin jafnvel skemmri en 30 ár þannig að þá hefðu 4-6 ættliðir þurft að koma fram á þeim tímum.

Við Íslendingar erum jafnvel stoltir af að vera komnir af síðasta kaþólska byskupnum undir lok hinna íslensku miðalda. Og jafnvel ýmsum fornkonungum sem venjulegur nútímamaður hefði skömm á að vera skyldur. Þessir karlar voru uppeldislega séð mjög gallaðir, uppivöðslumenn og ribbaldar, eiginlega hinir verstu glæpamenn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Landfari

Maður þarf að syrja til að fá að vita, er það ekki? 8 ára börn eru fæst farin að fylgjast með fréttum. Þú ert eða eða varst ekki bara fréttamaður heldur ert lifandi þjóðsagnapersóna þó ég viti ekki alveg hvernig þér líkar fyrrnefndur félagsskapur.

Landfari, 4.2.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hehehe.. gamanaðessu, Jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og Ómar Ragnarsson!...Mig grunar nú að ef að þú Ómar flettir upp ,,Gáttaþefur" í Íslendingabók að þú finnir einn náskyldan.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ómar er goðsögn í lifanda lífi.

Villi Asgeirsson, 4.2.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Gulli litli

Hver er tessi Ómar sem allir eru ad tala um? Víst er jólasveinninn til!!!

Gulli litli, 5.2.2008 kl. 02:25

6 identicon

Einhvern tíman þegar Hafnarfjarðarbrandarar voru sem vinsælastir var fjölskylda að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu.  Sögð var frétt úr Firðinum og talað við þáverandi bæjarstjóra Árna Stefánsson. Barn sem lék sér á gólfinu leit upp og horfði með undrunarsvip á fréttina. Að loknu viðtalinu leit barnið með efasemdarsvip á foreldra sína og spurði vantrúað: "Eru Hafnfirðingar til í alvörunni?"

Sögumaður (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband