TÆKNILEGUR STROMPLEIKUR LAUSNIN?

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er samkvæmur sjálfum sér þegar hann segir að reykherbergi þingmanna eigi ekki rétt á sér. Í viðtali á Stöð 2 sagði Siv Friðleifsdóttir að ástæða þess að sérstök reykherbergi væru ekki leyfð á opinberum stöðum væri sú, að ekki væri hægt að ætlast til þess að starfsfólkið þar þrifi þessi reykherbergi. Mér dettur í hug sú hliðstæða að starfsfólki væri gert að þrífa hrákadalla eða kamra á hverjum degi.

Það er því sérkennilegt ef alþingismenn telja sig svo mjög öðrum æðri og starfsfólk Alþingis að sama skapi öðru starfsfólki óæðra að það þurfi að þrífa reykherbergi háttvirtra þingmanna. Það gefur ávarpinu "háttvirtur" og "hæstvirtur" alveg nýja vídd.

Ég hef áður sett fram þá tillögu að reynt verði að finna lausn sem komi til móts við reykingafólk svo að það þurfi ekki að fara út í kafaldsbyl og óveður til að svala fíkn sinni. Af því að þetta er alþjóðlegt vandamál væri skemmtilegt er íslenskur hugvitsmaður fyndi upp tæknilausn sem fælist í því að enginn starfsmaður þyrfti að fara inn í reykmettað herbergi til þrifa stubba og ösku, heldur reyktu menn inni í hjálmum líkum þeim sem konur hafa á hárgreiðslustofum og reykurinn yrði leiddur út eða í loftþétt ílát sem síðan væri hægt að henda eða tæma.

Með þessu yrðu reykingarnar gerðar að eins konar strompleik sem Nóbelsskáldið sá ekki fyrir þegar það samdi samnefnt leikrit.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er viss um aðþað er hægt að nota ál í þessa uppfinningu. Létt sterkt og endingargott!

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður, Gunnar !

Ómar Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 18:48

3 identicon

Litlir gegnsæir klefar úr plexigleri eða ámóta efni með viftu sem blæs reyknum út væri ágæt lausn. Ekkert þarf að vera inn í þessum klefum annað en hilla eða lítið borð fyrir öskubakka.

Ég sá svona klefa á veitingastað í Tallin og leist vel á.

Andrés Þór (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil bara ekki að fólkið sem samþykkti lög um bann við Reykingum, skuli leyfa sér þetta.

Og svo er rætt um siðareglur opinberra starfsmanna í laga formi, á sama tíma og ekki eru til lagareglur fyrir Þingmenn og Ráðherra.

Hef ávallt trúað á gott fordæmi, en það er greinilegt að Þingheimur telur sig ekki þurfa að gæta þess að sýna slíkt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það ætti ekki að vera vandamál fyrir þingmenn að sýna gott fordæmi. Garðurinn hans Gunnars Tryggva. sér til þess að þeir þurfa ekki að standa útá götu þar sem fólk sér til þeirra.

Villi Asgeirsson, 8.2.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tryggvi Gunnarsson átti það að vera. Sá villuna um leið og ég potaði í Senda hnappinn.

Villi Asgeirsson, 8.2.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er sameiginlegt með vegvísi á skilti og prestum og alþingismönnum?

Visa veginn en fara hann ekki sjálfir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 17:39

8 identicon

Það sem er til umræðu hjá Ómari, kallast siðblinda.

Man einhver eftir því þegar "hæstvirtur" þingmaður Árni Johnsen taldi það í góðu lagi að svíkja undan skatti vegna þess að það væri alsiða í þjóðfélaginu?

Við höfum nú kosið þennan mann aftur inn á þing.

Er þessari þjóð ekki við bjargandi?

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband