11.2.2008 | 15:27
MOGNSTAD, FYRIRMYND FYRIR ISLAND?
For i gaer og skodadi oliuhreinsistodina i Mogndal fyrir nordvestan Bergen. A thessu ferdalagi er eg her a somu buxum og i fyrri atta fyrri Noregsferdum thegar eg var ad kynna mer alver og virkjanir. Mognstad hreinsistodin er miklu staerri en alverid og jarnblendiverksmidjan a Grundartanga samanlagt. Eg get synt that betur thegar heim kemur.
A vesturstrond Noregs setja menn stodvarnar ut a ystu nes thar sem vindur blaes utblastrinum sem mest i burtu. A Islandi a ad setja svipad inn i thronga dali og firdi thar sem eru lognpollar. Mognstad var mikid i frettum i Noregi fyrir nokkrum arum vegna ymissa vandraeda. Fagnadarefni fyrir frettafikla ad fa svipad heim til Islands.
Eg ok til Oslo i gaer og hitti Berg Sigurdsson, framkvaemdastjora Landverndar. Vid forum saman i dag og toludum vid serfraedinga og yfirmenn hja Umhverfisstofnun Noregs og Natturuverndarsamtokum Noregs.
A morgun forum vid og skodum oliuhreinsistod a Slangetange og hittum serfraedinga og yfirmenn.
Vidmaelendum okkar i dag fannst merkilegt ad Islendingar vildu leysa vandamal dreifbylis med oliuhreinsistodvum. Her i landi hefur monnum ekki dottid i hug ad leysa byggdavandamal a langri strandlengju Nordur Noregs med tvi ad reisa oliuhreinsistodvar thar enda thott byggdavandamalin seu nakvaemlega hin somu og a Islandi.
Og nu stefna Nordmenn ad thvi ad taka sundur tvo alver og flytja til Kina og virdist svipad vera ad gerast og i USA thegar Alcoa let rifa tvo alver um leid og alverid i Reydarfirdi komst a koppinn.
Athugasemdir
Þetta er nú bara als ekki rétt hjá þér Ómar minn.
Norðmenn eru síðustu ár búnir að opna fyrir olíu vinnslu í Barentshafi gegn háværum mótmælum náttúruverndarsinna, og var það meðal annars gert vegna byggðarvandamálum. Svo getum við líka talað um risastóra gasvirkjun sem byggð hefur verið.
Málið er bara það að orka er dýr í Noregi og þess vegna hefur álverunum verið lokað, ásamt því að þar í landi eru háir skattar, dýrt vinnu afl og svo voru álverin orðin óhagkvæm vegna aldur síns. Þess vagna má skilja að menn hafa viljað flytja starfsemina til Kína í stað þess að byggja nýtt í Noregi.
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:01
Skelfilegt að lesa svona vitleysu. Norðmenn setja niður þessar olíuhreinsistöðvar þar sem hagkvæmt er að gera hafnir. Firðir og dalir eru ekki ávísun á "lognpolla" nema síður sé og í algjörum undantekningartilfellum. Það er helst á vetrum þegar háþrýstisvæði er yfir landinu og kuldi, sem dottið getur á logn í þröngum fjörðum en annars er innlögn yfir daginn og landátt á nóttunni, líkt og er hér á Reyðarfirði og víðar. Það var einmitt ein af röksemdum álversandstæðinganna að mengunin myndi liggja hér yfir í firðinum en það er bara dauðans bull og vitleysa. Engu tauti var við bullarana komið þó sýnt væri fram á þetta með áralöngum veðurfarsrannsóknum.
Og eins og Gunnlaugur Snær bendir á þá eru eðlilegar skýringar á því hvers vegna verið er að loka verksmiðjum í Noregi og USA. Orkan er of dýr, ef hún fæst þá yfir höfuð. Og svo fagnar þetta blessaða umhverfisverndarfólk að verksmiðjurnar skuli fluttar til Kína!
Mikið af Norðmönnum var hér um helgina af loðnuskipum sem leituðu vars hér eystra vegna veðurs og ég átti spjall við marga þeirra. Einn þeirra sagði mér frá því að kælivatn af gasknúnu raforkuveri nægði til að hita upp öll hús í Bergen. Engin smá orka þar, sem ekki er fengin með "grænum" hætti. Annar sagði mér (sem ég reyndar vissi áður) að Norsk Hydro, dauð sér eftir að hafa ekki reist álver á Reyðarfirði, en ástæða þess að þeir hættu við var sameiginlegur þrýstingur norskra og íslenskra umhverfisverndarsinna. Þessu liði er vorkunn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2008 kl. 18:13
Þetta þarf að skoða frá öllum hliðum, eins í sambandi við olíuhreinsistöðvar.
Já sögðu þessir Norðmenn þetta Gunnar, merkilegt, ég hitti einn um helgina, hann var á allt öðru máli, sagði að Norsk Hydro tæki ekkert mark á umhverfisinnum, og annar frá Noregi, sagði mér að Norðmenn væru alveg ferlega fúlir með álver og vildu þau burt, og svo tók ég einn puttaling upp í og hann var líka frá Noregi og hann sagði mér að umhverfissinnar væru rosalega vinsælir í Noregi núna, og amma hans sem var t.d. með öllum virkjunum og stóriðju í den, hún væri alveg miður sín í dag, og eins sagði hann að systir ömmu sinnar, sem einmitt hringdi í Normanninn þegar ég var að keyra hann, að hún og systir sín, þ.e. amma hans, vildu endilega ganga í umhverfissamtök á Íslandi, bara til að laga samviskuna vegna fyrri skoðana.
Svona er þetta misjafnt, en rökfræðilega er þetta réttara sem ég heyrði, þú talar við tvo en ég við 3 og ef við tökum gömlu konurnar með, þá eru það 5 gegn 2 , sem eru auðvitað yfirburðir.
En er ekkert svona "lið" þarna fyrir austan ?
Bjartur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:03
Ég hef nú ekki þá reynslu sem að Bjartur segir frá, daglega hitti ég nú fleiri en 5 norðmenn, enda búsettur í Noregi og vinn á norskum vinnustað. Hér í mínu umhverfi eru umhverfissinnar ekkert voðalega vinsælir, fólk óttast frekar að aðgerðir þeirra fækki atvinnutækifærum og hækki orkuverð, sem er staðreynd að hefur gerst. Og miðað við röksemd Bjarts "rökfræðilega er þetta réttara sem ég heyrði, þú talar við tvo en ég við 3 og ef við tökum gömlu konurnar með, þá eru það 5 gegn 2 , sem eru auðvitað yfirburðir." þá hef ég vitanlega rétt fyrir mér þar sem ég tala við tugi norðmanna daglega
En Ómar, var það ekki slagentange sem þú ætlar að heimsækja, hreinsunarstöð Esso hér norðan við Tönsberg
Anton Þór Harðarson, 12.2.2008 kl. 09:22
Sæll Ómar
Viltu ekki leiðrétta staðarheitið: MONGSTAD (ekki MOGNSTAD) ?
bestu kveðjur
Jon Olav Fivelstad (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:21
Ja þessu liði sönn vorkun Guntar, að fólk sé með áhyggjur af því hvað gjörðir annarra hafa í för með sér gagnvart þeim sem á eftir koma er auðvitað rugl. Og svona lið á sér ekki viðreisnar þetta er líkt og þú skrifaðir hér um daginn " þetta er sori".
Guntar TH nú ert þú frá Reydarfirði og þarft ekkert að skammast þín fyrir það, það er óþarfi að gera það því allir hafa sinn rétt. Þú getur teygt höfuð hátt og látið eins og einhver taki mark á því sem þú segir, þetta lið hefur ekki þetta djúpa innsæi sem þú hefur Guntar TH. Nú keyrir þú mikið Guntar TH og talar við marga sem greinilega skilja þig vel og fræða þig. Keyrir þú skólabílinn Guntat TH ? En Guntar TH það sem skiptir mali er þessi gríðarlega þekking og víðsýni sem einkennir þín skrif, fordómalaus og framsækinn skrif. Guntar TH þú þarft ekkert að skammast þín og endurtek það er algjör óþarfi að gera það. Þetta lið skilur þig bara ekki og þú getur ekkert gert af því... eða ?
Bernt Tove (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:02
Ég skal lofa að gagnrýna aldrei aftur Ómar Ragnarsson á síðunni hans ef þessi svokallaði Bernt Tove getur sannað að hann er ekki huglaus íslendingur sem skrifar hér undir dulnefni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 01:06
Mér sýnist nú á stafsetningu þessa Bernt Tove að hann hljóti að vera Norðmaður, en þó veit maður ekki, en Gunnar, ertu til í að hætta að bulla hér, þó hann sé huglaus íslendingur, ég er til í að reyna að finna út úr því með ip tölunni hans, ef þú lofar að hætta.
Það er svo leiðinlegt að lesa hrokafull og öfgakennd skrif, sama hver á í hlut, ertu ekki annars sami og fékkst ákúrur og lokun á spjallinu þínu fyrir dónaleg skrif um nágranna konur þínar fyrir austan ?
En nú er ég alveg drulluhræddur, enda huglaus íslendingur, slekk á tölvunni og tek hana úr sambandi.
Bjartur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:08
"Háfjöll sem rísa 1000 - 1200 m yfir sjávarmál umlykja innanverðan
Reyðarfjörð og er landslag óviða jafn svipmikið hérlendis. Staðviðri er
algengt og getur sama loftið hreyfst inn og út með sólfarsvindum dögum og
jafnvel vikum saman án þess að endurnýjast. Hitahvörf eru tíð að vetrarlagi
og á sumrin um nætur."
Pétur Þorleifsson , 13.2.2008 kl. 09:43
Ertu að meina þetta? http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/438477/
Þessar athugasemdir eru fyrir löngu orðnar ykkur bræðrum til skammar. Ég fer að láta Ómar hafa IP tölurnar ykkar sem ég bannaði hjá mér svo hann sjái hverskonar vitleysingar þið eruð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 09:47
1. Ég efast um að Bernt Tove sé norðmaður, þar sem norðmenn líka nota nafnið Gunnar og ekki Guntar. Í framhaldi af því vil ég benda á að Bernt er karlkyns nafn, en Tove er kvenmanns nafn í Noregi og verð ég að efast um kyn og þjóðerni þessara manns/konu.
2. Bjartur talar mikið um menn sem hann hefur hitt. Ég bjó í Noregi í næstum 16 ár og tel mig vita um hvað ég er að tala.
3. Gunnar er mjög skynsamur í rökfærlum sínum, því hann notar haldbær rök og bullar ekki bara eitthvað út í loftið.
Mér finnst það alltaf gaman hér á blogginu, því nátturuverndasinnar hlaupa alltaf í þá vörn að rífa kjaft og bulla þegar röksemd þeirra ekki lengur á við.
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:19
Ja tetta eru áhugaverdar greinar sem þú bendir á í þínum skrifum Petur og skemmtilegt og fródleg ad lesa.
En Guntar TH ég skil ekki hvad þú ert ad tala um og hlýtur að vera áhuggjuefni hvernig þú telur að það sé verið að plata þig, ég sagði í mínum skrifum hér áður að þú þarft ekkert að skammast þín fyrir þig og Þín skrif, fólk á að fá að tala ef það hefur eitthvað að segja, er það ekki Guntar TH. Það er ekki gott Guntar TH ef madur má ekki skrifa hér hjá ÓMARI án tess að tu svívirdir fólk og vilt frekari upplýsingar um fólk. Þá ert þú ekki á réttum stad Guntar TH. Vardandi bródir Ómars þá þykir mér ekki gott að gera lítið úr honum Guntar.
Gódar stundir.
Bernt Tove (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:33
Já misjafnlega sjá menn skynsemina Gunnlaugur, og það hefur komið fyrir að Gunnar Th. missi út úr sér eitthvað af viti, en meinar þú að t.d. þessi orð Gunnars ; " Það var einmitt ein af röksemdum álversandstæðinganna að mengunin myndi liggja hér yfir í firðinum en það er bara dauðans bull og vitleysa. Engu tauti var við bullarana komið þó sýnt væri fram á þetta með áralöngum veðurfarsrannsóknum." miðað við uppl. hjá Pétri hér að ofan séu góð , eða þetta tal um " lið" eða í hvaða "liði" ert þú ? Og þetta er auðvitað mögnuð og skynsöm færsla hjá þér " Mér finnst það alltaf gaman hér á blogginu, því nátturuverndasinnar hlaupa alltaf í þá vörn að rífa kjaft og bulla þegar röksemd þeirra ekki lengur á við. " Meinarðu þá alla sem eru í því "liði"eða ?
Bjartur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:37
Ég á erfitt með að átta mig á því hvers vegna Pétur kýs að vísa í gamlar skýrslur á ensku þegar nýrri og fullkomnari skýrslur eru til á íslensku. Auk þess er verið að fjalla um allt annarskonar verksmiðju og mun stærri, en verksmiðja Alcoa er á Reyðarfirði í dag En þegar ég hljóp yfir skýrsluna rakst ég á þetta hér að neðan sem sannar það atriðið sem ég minntist á áður.
"The wind is then usually easterly (blowing inland) during days but westerly (blowing towards the sea) during nights. This is the typical sea and land breeze situation with reversed winds at a higher level".
"Loftdreifingarreikningar sýna að styrkur mengunarefna við jörðu, þegar notuð er þurrhreinsun eingöngu ásamt háum reykháfi, er lægri en öll íslensk og alþjóðleg umhverfismörk og viðmið (ákvörðuð af ríkisstjórnum og sérfræðingum í heilbrigðismálum sem fullnægjandi til verndar heilsu manna og umhverfis). Styrkur SO2 við jörðu mun því alls staðar uppfylla allar kröfur, bæði innan og utan þynningarsvæðis".
Þessi orð hér að ofan eru úr umhverfismatsskýrslu vegna núverandi verksmiðju og mun nærtækara að skoða hana. Sjá HÉR Á öðrum stað í skýrslunni segir:
"Umfangsmiklar bakgrunnsrannsóknir eru í gangi á gróðri og dýralífi svæðisins sem notaðar verða til samanburðar við vöktun eftir að álverið tekur til starfa. Gerð er tillaga í frummatsskýrslu að umhverfisvöktun á svæðinu í samræmi við það sem sett verður fram í starfsleyfi álversins".
"Loftdreifingarreikningar vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði eru gerðir hjá fyrirtækinu Earth Tech í Concord, Massachusetts (viðauki 2). Earth Tech er aðalráðgjafi Alcoa vegna loftdreifingarreikninga um allan heim og starfsmenn þess hafa víðtæka reynslu af bæði þróun og notkun fullkomnustu loftdreifingarlíkana við samanburð á kröfum um loftgæði".
CALMET/CALPUFF líkönin voru valin af Alcoa Fjarðaáli vegna eftirfarandi ástæðna:
􀁸 Flókið landslag nærri álverinu sem leiðir til þess að vindur getur verið breytilegurfrá einum stað til annars.
􀁸 Nálægð við hafið leiðir til breytileika í veðurþáttum og mikilvægi hafgolu.
􀁸 Hitauppstreymi frá álverinu veldur staðbundnum breytingum á dreifingaraðstæðum nálægt álverinu.
􀁸 Hugsanlegt mikilvægi logns og hægviðristímabila á svæðinu.
􀁸 Hugsanlegt mikilvægi stöðnunar loftmassa, hringstreymis loftmassa og svælingar.
Allar mælingar sýna að mengun verður langt undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 12:06
Ertu að segja mér Bjartur að þetta er góður rækstuðningur:
"Svona er þetta misjafnt, en rökfræðilega er þetta réttara sem ég heyrði, þú talar við tvo en ég við 3 og ef við tökum gömlu konurnar með, þá eru það 5 gegn 2 , sem eru auðvitað yfirburðir."
Af mínu mati varstu bara að snúa út úr. Engin rök í þessari færslu þinni.
Hvað varðar orð Péturs, er svarið mjög einfalt. Skulum bíða og sjá hvað gerist, ég tel þessar upplýsingar vera vavasamar þar sem ekki kom fram í umhverfismati álversins neinar slíkar ábendingar. Sjáum til hvað gerist og tímin mun sýna okkur hver hefur rétt fyrir sér.
Hinsvegar tel ég að þessi Bernt Tove sem hér skrifar sé ekki að gera neitt hér nema að reyna að ögra menn og mundi ég sem og aðrir vilja sjá hann/hana þora að koma fram undir sínu egin nafni.
En nú skulum við hætta þessu rugli og ræða málin. Ég skal vera sá fyrsti sem semur frið! (ég hélt aædrei að ég mundi segja/skrifa eithvað slíkt...hehe)
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:22
Og þessi orð: "Staðviðri er algengt og getur sama loftið hreyfst inn og út með sólfarsvindum dögum og jafnvel vikum saman án þess að endurnýjast".... er einfaldlega tóm vitleysa
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 12:25
Já, Gunnlaugur, við eigum auðvitað ekki að draga okkur niður á þetta barnalega plan, enda mun ég ekki svara "Norðmanninum" né "Bjarti" framar. Þetta er ekki svara vert.
Ég vil bæta við í sambandi við stöðnun loftmassa hér í firðinum, að eflaust munu einhverntíma renna upp dagar þar sem mengun mun verða yfir viðmiðunarmörkum, en þeir verða örugglega færri en í meðalári í Reykjavík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 12:59
Sæll Gunnlaugur, nei þetta með konurnar var nú í gríni gert, gat bara ekki setið á mér þegar Gunnar Th. sagði frá sínum Norðmönnum, en hann heyrir svo mikið hann Gunnar.
Já bíða og sjá, en er það ekki soldið seint að sjá hvor hefur rétt fyrir sér, eða eigum við þá að hætta við allt saman, rífa álverið og virkjunina ?
Kveðja
Bjartur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.