SLAGENTANGEN, LIKA FYRIRMYND?

I morgun forum vid Bergur Sigurdsson til ad skoda oliuhreinsistodina a Slagentangen her sudur med Oslofirdi. Mjog gefandi heimsokn og Bergur i essinu sinu, menntadur i umhverfisfraedum sinum i Oslo og heimsoknin stod tvi i rumlega 3 klukkustundir undir leidsogn umhverfisfulltrua Esso a stadnum. Otal margt forvitnilegt kom fram og t.d. getur verid mikill munur a umhverfisahrifum mismunandi stodva eftir gerd og framleidslu.

Sidan forum vid i heimsokn til professors vid Osloarhaskola sem kenndi Bergi a sinum tima. Vid hofum nu hitt fjora adila sem tengjast vidfangsefninu a mismunandi hatt og skodad 2 nokkud olikar hreinsistodvar ad utan og innan.

Slokkvilidid a Slagentangen er oflugt og ein af roksemdunum heima fyrir bullandi umferd oliuskipa vid Vestfirdi er su ad vegna thess hve stor slysin eru, sem henda svona skip, munum vid eignast miklu betri slokkvilid og bjorgunarbunad en ef vid reisum ekki stodvarnar.

I minum huga alika og ad reisa stora oliugeyma i Hljomskalagardinum og geta fagnad thvi ad vid eignumst fyrir bragdid staersta og oflugasta slokkvilid i Evropu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert að þú sért að kynna þér þessi mál svona vel. Ég keyrði fram hjá Oliuhreinsistöðinni í LA fyrir mánuði. Ógeðið sem þar var á ferð, hef aldrei séð annað eins, engu líkara en að aldrað vélmenni hafi ælt yfir svæðið.

Furðulegt fyrirbrigði að þetta á að bjarga vestfjörðunum NÚ... en hvað á að bjarga barnabörnum okkar þegar "bjargvættur" nútímans er farinn að hafa áhrif eftir 100 ár?

Einnig er magnað hvað fjölmiðlar eru mataðir af rómantískum næturljósmyndum af huggulegum byggingum olíuhreinsistöðva í forgrunni fjólublás næturhimins, eða sumarmynd af "huggulegum" olíuhreinsistöðvum með ofur vel snyrt gras allt um kring, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég hlakka til að sjá myndirnar þínar, það verður fróðlegt að sjá. 

Elín (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"huggulegum" olíuhreinsistöðvum með ofur vel snyrt gras allt um kring, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum"

Dæmigerður bull málflutningur. Er ekki hægt að hafa vel snyrt gras í kring??

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 14:39

3 identicon

Þú bara nærð ekki "pointinu" Gunnar :)

Bjartur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:08

4 identicon

Sæll Gunnar, ég efa ekki að þú hafir meira vit á garðyrkju en ég. Hins vegar efast ég um að margir skrúðgarðyrkjufræðingar séu á launaskrá olíuhreinsistöðva .

Þessi litla athugasemd mín snýst kannski ekki um gras eða ekki gras, heldur hvernig olíuhreinsistöðvar eru fram settar í fjölmiðlum og af vefsíðum olíuhreinsifyrirtækja. Fyrirtæki sem þessi leggja mikið upp úr ímynd og því er laggt mikið í að flottar ljósmyndir með góðri byggingu, lýsingu og photoshop fixi séu áberandi.

Á eftirfarandi slóð má finna dæmi um "rómantískar" ljósmyndir sem ég er að tala um: http://www.terwisga.com/oud/oilRefineryFolder.jpg  

gæti blaðrað endalaust um þetta, en nú hætti ég svo ég taki ekki yfir bloggið hans Ómars. Lifið vel.

Elín (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef reyndar hvergi séð "rómantískar" ljósmyndir af olíuhreinsistöðvum og ég stórefa að verið sé að "photoshop fixa" þær. Til hvers?? Það kæmi bara til baka í hausinn á "fixurunum". En góða ímynd vilja öll fyrirtæki í dag hafa og þess vegna er öruggt að olíuhreinsistöðvar hafa skrúðgarðyrkjumenn á sínum snærum og landslagsarkitekta. Umtalsverðum fjármunum hefur Alcoa veitt í hönnun, umhverfis sína verksmiðju á Reyðarfirði, þó ekki séu þeir að eyða miklu púðri í svæðið á milli kerskálanna.

Annars er það frekar dapurlegt að fylgdarsveinn Ómars í þessum fræðslutúr skuli vera formaður Landverndar, því það "fyrirtæki" hefur stórskaðað trúverðugleika sinn með ómálefnalegum málflutningi í baráttu sinni gegn virkjunum á Íslandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 17:33

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framkvæmdastjóri Landverndar, átti þetta að vera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 17:35

7 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Vegna þessa "ómálefnalega" málflutnings sögðu m.a. þessir upp aðild sinni að Landvernd: Landsvirkjun, RARIK, Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþróttasamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands.

Pétur Þorleifsson , 15.2.2008 kl. 00:57

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Enn flaggar þú þessari skýrslu Landverndar Þorleifur, frá árinu 2001, sem er ómarktæk með öllu og í raun merkilegt að hún skuli enn vera aðgengileg á netinu og segir okkur að forsvarsmenn Landverndar kunna ekki að skammast sín. Fyrir utan sér "Landverndskar" túlkanir og ágiskanir á niðurstöðum rannsókna, þá fjallar skýrslan um áætlanir um Kárahnjúkavirkjun sem breyttust töluvert síðar og einnig gjörólíka álverksmiðju. T.d. er útblástur gróðurhúsalofttegunda heilum 50% minni í núverandi verksmiðju, en þeirri sem Norsk Hydro ætlaði að reisa.

Það að þessir aðilar hafi sagt upp aðild sinni að Landvernd segir allt sem segja þarf um Landvernd og málflutning þeirra. Ég hef áður hrakið mörg atriði skýrslunnar, sum eru í besta falli vafasöm og önnur eru hreinlega arfavitlaus. Ég bendi fólki enn og aftur á raunverulega  umhverfismatsskýrslu frá árinu 2006, HÉR og HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 11:03

9 Smámynd: Pétur Þorleifsson

En hvernig var það aftur með útblástur brennisteins ?

Þetta var allt í sómanum.

Pétur Þorleifsson , 15.2.2008 kl. 11:27

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Grein Bergs Sigurðssonar frá árinu 2003 er úrelt miðað við núverandi upplýsingar og einnig dómskjalið sem þú vísar í. Um grein Andra Snæs er lítið að segja en um "upphlaupið" á aðalfundi NAUST skrifaði ég grein í Morgunnblaðið sem ég skal vitna í síðar, hef ekki tíma núna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 11:42

11 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Pétur Þorleifsson , 15.2.2008 kl. 12:55

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Pétur

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband