NÖLDRAÐ YFIR GÓÐUM HLUT.

Ég var einn af fjölmörgum hljómleikagestum í troðfullu húsi á tónleikunum "Bræður og systur" í gærkvöldi og afar ánægður með þetta framtak Bubba og annarra sem að þeim stóðu. Mér fannst ég fara út skárri maður en ég kom inn. Ég tek ekki undir nöldrið í garð Bubba og Geirs H. Haarde,  sem maður heyrir hjá sumum, heldur fannst mér það gríðarlega mikils virði að forsætisráðherrann skyldi á jafn skemmtilegan og uppörvandi hátt leggja sitt þunga lóð á vogarskálina sem Bubbi stillti upp af alkunnum dugnaði og ósérhlífni.

Nöldrararnir telja að vel stæðir menn megi ekki leggja sitt lið gegn misrétti. Ef tekið væri mark á þessu nöldri hefðu hvorki Roosevelt né Kennedy ekki mátt bjóða sig fram til forseta og Héðinn Valdimarsson alls ekki mátt vera einn helsti baráttumaður fyrir fátæka verkamenn, allt vegna þess að þeir voru efnaðir menn.

Ef kafað er nánar ofan í málflutning nöldraranna ættu nánast engir Íslendingar að mega leggja lið sitt hjálp við fátækasta fólki heims, vegna þess að meðal Íslendingurinn er óendanlega miklu ríkari en t. d. meðaljóninn í Eþíópíu.

Nöldrararnir krefjast þess að þeir sem vilji leggja umhverfismálum lið á ráðstefnu hinum megin á hnettinum megi alls ekki ferðast þangað í þotum heldur skilst manni að þeir eigi að ganga þangað, hjóla eða synda til þess að vera málstað sínum samkvæmir. 

Ef farið væri eftir nöldrinu væri hinum, sem eru "samkvæmir sjálfum sér" eins og það er orðað, veitt frítt spil til að nota auðæfi sín til að berjast gegn öllu því sem haggar við stöðu þeirra.  

Allir sem komu fram í gærkvöld og ekki síst Bubbi og Geir, eiga þakkir skildar fyrir sterka, ánægjulega og uppörvandi tímamótasamkomu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Til hvers þarf fólk að vera að nöldra yfir þessu framlagi Bubba og Geirs? Hefur fólk ekkert annað orðið að gera en að tuða yfir öllu ómögulegu eða mögulegu - fannst þetta frábært framtak og sniðugt hvernig menn hvöttu aðra til að taka þátt líka. Lofsvert framtak og ekki vanþörf á þegar kemur að þessu málefni

Gísli Foster Hjartarson, 21.2.2008 kl. 13:12

2 identicon

Allt sem tekur á rasisma er gott, allir sem nöldra yfir slíku eru einfaldlega bilaðir

DoctorE (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nöldrað yfir öllu. "Deal whith it"

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Alveg sammála þér Ómar, stórkostlegir tónleikar, og betri fór maður út en inn, vonandi tekst manni eitthvað að muna þessi tímamót.

Sólveig Hannesdóttir, 21.2.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Bubbi er einn af fáu Íslendingum sem "alltaf"  hefur barist fyrir þá sem "misrétti" eru beittir sama hvort það eru,  fatlaðir, samkynhneigðir, farandverkamenn, svo dæmi séu nefnd.  Þetta hélt ég að þjóðin vissi,  en fólk er svo fljótt að gleyma.  Þetta var frábært framtak hjá Bubba,  og bæði snjallt og fallegt af honum,  að láta sér detta í hug,  að fá sjálfan "Forsætisráðherrann " okkar til að heiðra samkomuna,  og það gerði Geir með glans.  Hafi þeir báðir þakkir fyrir það,  sem og að vekja athygli á þessu ástandi sem er að gerjast meðal alltof margra í þjóðfélaginu okkar.   Nöldrarar landsins ættu að leggjast á sveif með Bubba , Geir og öllum þeim fjölmörgu listamönnum sem fram komu  á  tónleikunum,  og snúa þessari válegu þróun við strax.   Baráttukveðja LG.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Gulli litli

Víst ertu Bubbi kóngur klár!

Gulli litli, 21.2.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Karl Tómasson

Góð færsla Ómar Ragnarsson.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 21.2.2008 kl. 22:21

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fjas er til framdráttar, göfugt og gott. þó skal þess gætt yfir hverju er fjasað. en fjas skal haft í frammi. það bætir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit.

Brjánn Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband