"VÁIN" FYRIR DYRUNUM Á SUÐURNESJUM.

Fréttin um að hvergi fjölgi fólki meira á landinu en á Suðurnesjum stingur í stúf við sönginn um að þörf sé stórkarlalegra handaflsaðgerða í formi stóriðju til að bægja þar vá frá dyrum.  

Síðan ljóst var að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli myndi fara hefur verið rekinn linnulaus áróður fyrir mótvægisaðgerðum á Suðurnesjum. Þess vegna verði að reisa álver í Helguvík, annars verði kreppa og atvinnuleysi.

 Andri Snær Magnason lýsti því skemmtilega hvernig hann sá fyrir sér bæjarstjórann í Reykjanesbæ sitja við líkan af Rosmhvalanesi og ætla að raða atvinnulausum starfsmönnum af vellinum eins og tindátum inn í komandi álver. En áður en tóm gæfist til þess voru allir atvinnulausu tindátarnir týndir, - þeir höfðu einfaldlega horfið sjálfkrafa inn í atvinnulífið og engin leið að finna þá.

Samt skal reisa álver, þótt ekki væri til annars en að geta flutt inn Pólverja til að leysa það mál. 

Ástæða þess að bæjarstjórinn fann ekki tindátana, sem hann leitaði að, var einfaldlega sú við það að hvergi á landinu hefur fólki fjölgað jafn mikið og á Suðurnesjum undanfarin ár. En meira en 40 ára gömul síbylja um nauðsynina á gamaldags sovéskum lausnum í stíl stóriðju Stalíns hefur haft þau áhrif að meira að segja í þeim landshluta þar sem fólki hefur fjölgað mest tala menn eins og allt sé að fara í kaldakol og að leita þurfi lausna í stíl handaflsaðgerða í afskekktum byggðum þar sem raunverulegur samdráttur á sér stað.


mbl.is Íslendingum fjölgar um 1,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Áhugavert er líka þegar horft er á þennan landshluta að hvergi í umræðunni er ,,dreginn frá" sá fjöldi útlendinga sem flutti í burt frá Íslandi þegar herstöðinni var lokað. Þegar bent er á þetta er gjarnan svarað: ,,Já en þeir voru ekki skráðir í þjóðskrá." - eða - ,,Já en þetta var svo lokað svæði." Hvorugt svarið eru góð rök fyrir því að þessi fjöldi sé ekki færður til bókar í umræðunni því að í fyrsta lagi tekur þú eftir útlending hvort heldur hann er skráður í þjóðskrá eða ekki og í öðru lagi var varnarsvæðið á engan hátt eitthvað meira lokað svæði heldur en til dæmis vinnusvæðið á Kárahnjúkum.

Takk fyrir góða punkta, alltaf ánægjulegt að lesa blog(g)ið hjá þér. 

Pétur Björgvin, 4.3.2008 kl. 12:24

2 identicon

Svipaðar hugsanir spruttu upp hjá mér þegar ég las fréttina í morgun. Ég átta mig ekki á þessarri umræðu og orðræðu fyrst staðan er þessi á Suðurnesjum. Góð greining á þessu hjá þér. Segi uppá færeysku: Eg eri púra samdur við tær í hasum.

Ari (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Sævar Helgason

Er það ekki þekkt að góðir búmenn berji sér ?

Sævar Helgason, 4.3.2008 kl. 14:37

4 identicon

Er þetta svo merkilegt hvað með fólkið sem flutti á háskólasvæðið (Keili) telst það ekki með það hlítur að muna um.

Hannes Halldórsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

´Fjölgunin er fyrst og fremst á háskólasvæðinu, svo það segir ekkert. Ég reikna með að fókið af svæðinu sem missti atvinnuna vegna Kanans og fékk sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu taki ágætlega borguðum störfum í álveri fagnandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 18:36

6 Smámynd: Ólafur Jónsson

Sæll Ómar, ég er nú reyndar að skrifa hér inn til að spurja hvort ekki verði sýnt frá Samuel peter vs Oleg Maskaev núna á laugardaginn 8.mars, ekki var sýnt frá Kelly pavlik vs. jermain taylor II. Er sýn eitthvað að spara i boxinu núna.

Ólafur Jónsson, 4.3.2008 kl. 20:16

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sæll, Ómar og takk fyrir góðan pistil,

Það er virkilega grátlegt hvað sumir menn halda fast í gamlar og löngu úreltar hugmyndir. Að þeir sjá sér ekki fært um á að viðurkenna að álvershugmyndin er bara ekki lengur sniðugt. En sá stjórnmálamaður sem nýtur mesta trausts þjóðarinnar, forsætisráðherra sjálfur var nú bara í dag að leggja blessun sína á nýtt álver, mér með öllu óskiljanlegt.

Úrsúla Jünemann, 4.3.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef aldrei skilið hvers vegna Geir hefur notið stuðnings. Ég um það.

Annars er alltaf gott að hlda í forræðishyggjuna. Þá er alltaf hægt að benda á eitthvern annan ef "líkönin" hafa ekkert með raunveruleikann að gera. Alltaf vesen þegar mistökin eru manns eigin. 

Villi Asgeirsson, 4.3.2008 kl. 21:52

9 identicon

Ja rett er tad ómar að fleiri lausnir eru til en álver þó skammsýnis viðhorf horfi til þess sem einu lausnina. En Guntar TH það ég dáist sífelt af fjölbreyttum viðhorfum þínum og snaggaralegum viðhorfum til lausna en undrast samt Guntar TH hví þú keyrir skólabílinn en vinnur ekki í álverinu þar sem launin eru svo god og vinnustaðurinn svo aðladandi. Er það kannski bara í neyð sem fólk velur vinnu í þesslags vinnustad sem álverksmidja er Guntar TH.

kvdja Bernt Tove

Bernt Tove (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:11

10 identicon

Hér fyrir neðan má sjá hvað margir vinnandi Suðurnesjamenn(23%)þurfa að eyða miklu bensíni(fjármagni)til að keyra Reykjanesbrautina fram og til baka á hverjum vinnudegi.Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ visir.is | 24. mars 2006 | 12:58:02 ,,Fjórði hver Suðurnesjamaður sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið: Innan sama atvinnusvæðisFréttablaðið, 24. Mars 2006 06:45

Tæplega fjórðungur heimamanna á Suðurnesjum, eða 23 prósent, vinnur á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán prósent þeirra sækja vinnu í Reykjavík og rúm níu prósent í sveitarfélögunum í kring. Rúmlega tvö prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins vinna á Suðurnesjum.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífisns, segir samtökin líta á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið sem sama atvinnusvæðið. Því þurfi að ígrunda aðgerðir vegna brottflutnings Varnarliðsins vel. Gera þurfi veigamikla úttekt á því hve mörg starfanna 600 verði áfram á Keflavíkurflugvelli og hve mörg muni tapast áður en ráðist verði í flutning ríkisstofnana til Suðurnesja.

"Ekki á að hlaupa til og lofa aðgerðum fyrr en menn hafa sett niður með greinargóðum hætti hvaða störf munu tapast varanlega. Einnig þarf að sjá hvort vandinn leysist ekki þar sem eftirspurn er eftir starfsmönnum á Reykjavíkursvæðinu."

Ragnar segir að veigamikil rök þurfi fyrir því að færa ríkisstofnun frá Reykjavík til Keflavíkur: "Við lítum ekki á það sem skynsamlega ráðstöfun að færa örfá störf milli staðanna þar sem þeir eru innan sama atvinnusvæðis."

Hagstofa Íslands rýndi í tölurnar að beiðni Fréttablaðsins.''

B.N (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:52

11 identicon

Víkurfréttir | 1. október 2007 | 13:29:32                            Reykjanesbær: Útlendingar 7% íbúa,,Fjórtánhundruð og þrír einstaklingar með erlent ríkisfang voru skráðir með búsetu á Suðurnesjum um síðustu áramót.  Langstærsti hluti þeirra eru Pólverjar, 799 talsins. Bandarískir ríkisborgarar voru 77, danskir ríkisborgarar voru 76, Tælendingar 61 og Litháar 60.

Heildarfjöldinn skiptist þannig á milli byggðalaga að 812 erlendir ríkisborgarar voru skráðir með búsetu í Reykjanesbæ, sem lætur nærri að vera um 7% af íbúafjölda.
155 erlendir ríkisborgarar voru með skráða búsetu í Grindavík, 193 í Sandgerði, 179 í Garði og 64 í Vogum. Þetta kemur fram á hagtölum frá Hagstofu Íslands.

Í Reykjanesbæ voru á síðasta ári 313 aðfluttir umfram brottflutta á milli landa en voru 78 árið á undan. Á fyrri árshelmingi þessa árs voru þeir 140. Stærsti hluti þeirra eru erlendir ríkisborgarar.''Hér má sjá að það þarf ekki álver til þess að erlendir aðilar kjósi að búa á Suðurnesjum. Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:03

12 identicon

Hér er svar sem Reykjanesbæjarlistinn lét hafa eftir sér rétt fyrir síðustu sveitarstjórnarkosninga 2006 í Morgunblaðinu.  

,,Við viljum einnig beina því til stjórnvalda að vegna brotthvarfs hersins verði leyfðar frjálsar krókaveiðar smábáta við Reykjanesið allt að 6 sjómílur út og svæðið lokað öllum öðrum veiðarfærum. Þessi heimild verði aðeins veitt þeim aðilum sem skráðir eru og landa aflanum á svæðinu. Þessi aðgerð myndi líka leggja af leiguliðaútgerðir (nútímaþrælahaldið) sem flestar eru hér á landinu. Þá fyrst gætu menn gert út með reisn og skilað einhverju til samfélagsins hér í stað þess, eins og það hefur verið allmörg ár, að allur ágóðinn fari beint til sægreifanna sem búa ekki hér svæðinu og skaðinn sé okkar."

P.S. Landsframleiðlan er hvergi minni hér á landi en á Suðurnesjum!!!!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:24

13 identicon

  • Skoðaðu atvinnuleysistölur - hvergi meira atvinnuleysi en á Suðurnesjum!
  • 700 manns misstu vinnuna þegar herinn fór, hvað kom í staðin? Vældu Suðurnesjamenn um mótvægisaðgerðir? Nei!
  • Uppbygging álvers í Helguvík þarf ekki að slá út af borðinu aðra atvinnuppbyggingu - síður en svo.
  • Glæsilegt netþjónabú sem er að rísa mun á endanum skapa um 25 störf. Það er sirka eitt starf pr. 1.000 fermetra.
  • Nú búa um 1.000 íbúar á Vallarheiði í stúdentagörðum. Það er sirka helmingurinn af "allri" íbúafjölguninni.

Avid (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband