RANGFÆRSLUR EINARS K. OG SMÁRA.

Einar K. Guðfinnsson tekur undir þau orð Smára Geirssonar á málþingum um olíuhreinsistöðvar vestra á dögunum að náttúruverndarfólk mótmæli bara virkjunum og stóriðju úti á landi en ekki á suðvesturhorninu. Þetta er alrangt. Svo að ég fari um minn heimarann þá hygg ég að meirihluti skrifa minna um virkjanamálin hafi beinst að virkjunum og stóriðju á suðvesturlandi. Þjórsárver, Neðri-Þjórsá, Bitruvirkjun, Trölladyngja, Seltún og álver í Helguvík með tilheyrandi línum og virkjananeti allt frá Leifsstöð norður á miðhálendið hefur verið uppistaða míns andófs gegn þessu fári.

Landvernd hefur haldið uppi öflugu andófi og málafylgju á sama vettvangi. Hvar hafa þeir Einar K. og Smári eiginlega verið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru of uppteknir við að mála náttúruverndarfólk sem eigingjarna 101 listaplebba sem er á móti landsbyggðinni.... og sá sem er á móti landsbyggðinni er illmenni og ber því ekki að taka mark á.

Ari (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:32

2 identicon

Alveg rétt hjá Ara - auðvitað er það vont fólk sem er á móti fólki á landsbyggðinni.  

Annars finnst mér þráhyggja Ómars og annarra 101 ríkisstyrktra listaplebba gegn allri nýtingu umhverfisvænna orkuauðlinda okkar hið versta fár.   Liggur við að maður fari að tala um hryðjuverk, núna á síðustu og verstu tímum, þegar bankabólan er sprungin og við verðum að fara að skapa raunveruleg verðmæti í þjóðarbúskapnum ef við ætlum ekki að hverfa áratugi aftur á bak í efnahagslegu tilliti.   

Hvernig væri að þetta fólk, fari að snúa sér að raunverulegri náttúruvernd, t.d. að berjast á móti ofbeit, eyðingu votlendis og fyrir aðgerðum til að hefta landfok?   Þetta eru alvarlegustu vandamál íslenskrar náttúru í dag.   Af hverju hefur þetta fólk engan áhuga á þeim?

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 01:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Næst þarftu að blogga um rangfærslur Ragnars Reykáss. – Nefni þetta nú bara að gamni mínu, af því að ég var að mislesa titlana á tveimur nýjustu bloggununum þínum einmitt í þessa veru! En alltjent treysti ég þér vel til að skrifa skemmtilegt blogg um þetta efni.

Jón Valur Jensson, 6.3.2008 kl. 01:56

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sigurður Jónsson: Annars finnst mér þráhyggja Ómars og annarra 101 ríkisstyrktra listaplebba gegn allri nýtingu umhverfisvænna orkuauðlinda okkar hið versta fár.

Er það þráhyggja að svara í hvert sinn sem virkjanasinni öskrar "álver hér strax"? Er það ekki þráhyggja stóriðjusinna sem heldur fólki eins og Ómari við efnið? Alveg er ég viss um að ef ekki væri þessi endalausa þráhyggja í gangi hjá stóriðjusinnum, hefði Ómar tíma til að skrifa um skemmtilegri málefni.

Hvar liggur þráhyggjan? Hvar eru hryðjuverkamennirnir, ef þú vilt nota það orð? 

Villi Asgeirsson, 6.3.2008 kl. 07:22

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sigurður Jónsson, hefurðu hugleitt "Reykásinn" í hugmyndum þínum?

Ástæða þess að þjóðarbúið stendur eins og það gerir í dag með gríðarlega þenslu og verðbólgu ERU einmitt framkvæmdir í virkjunar og álvers málum fyrir austan. Þetta litla hagkerfi okkar þarf einfaldlega mjög langan tíma til að fara í gegnum svona ofsa-innstreymi á fjármagni. Bætti síðan að sjálfsögðu ekki úr skák breytingarnar á íbúðalánamarkaði, en við getum jú engum kennt um þau læti nema okkur sjálfum.

Baráttan gegn Hálsalóni gekk síðan fyrst og fremst út á baráttu gegn auknu landrofi og landfoki.  Um hvað hélst þú að málið snerist??

Takk fyrir pistilinn Ómar, ég sem hægri þenkjandi maður með næmni fyrir umhverfi mínu og náttúru þarf einmitt ítrekað að takast á við það að fólk ákveði að ég sé 101 eitthvað, sem hljóti að liggja bara í hassreykingum, lopapeysu og listum (ekki að ég geti skilið af hverju lopapeysa og listir eigi að vera svona "gegn Íslandi" mál einhver).

Ég bý reyndar ekki langt frá 101, er í 107 með hinum "jakkafata-lopapeysunum" (svona svo að maður reyni nú að búa sér til nýyrði). Er reyndar Valsari, en styð son minn sem spilar með KR. Hef unnið stærstan hlut af minni starfsævi við að rembast við að þéna sem mest, en vil líka geta litið til baka einn daginn og séð að allt þetta streð var til einhvers og skildi eitthvað eftir sig.

Ég hef ekki fundið betri lýsingu á mér ennþá en að ég sé hægri-grænn.  Veist þú sem lest þetta hver þú ert?  Ef svo er, frábært. Staðreyndin hins vegar að flestir hafa bara ekki hugmynd í raun, lalla sér bara í gegnum lífið með annarra manna skoðanir og stefnu.

Baldvin Jónsson, 6.3.2008 kl. 08:43

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Baldvin Jónsson: "Baráttan gegn Hálsalóni gekk síðan fyrst og fremst út á baráttu gegn auknu landrofi og landfoki.  Um hvað hélst þú að málið snerist??"

Þetta er nú meiri vitleysan. Það hefur nú reyndar verið þannig í þessari blessuðu andstöðu umhverfisverndarsinna við Kárahnjúkavirkjun, að þeir hafa slegið út trompum (eða svo hafa þeir haldið) með reglulegu millibili. Svo þegar það hefur verið hrakið, þá kemur nýtt útspil. En ávalt hafa þessi útspil verið í formi ágiskanna og ímyndanna og ýkjur hafa einnig gefist þeim vel.  þeim sem er umhugað um framfarir og hagsæld á Austurlandi hafa þurft að horfa á skoðanakannanir sem sýnt hafa aukið fylgi umhverfis"vinanna" eftir slík útspil, en svo hefur það fylgi hrunið jafn harðan þegar "raunverulegar" upplýsingar liggja á borðinu

Moldrok og landrof var á tímabili aðal útspilið. Ekki átti að sjá handa skil á Héraði og fjörðum í vestan áttinni. Jæja, það styttist í sannleikann

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 09:38

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Frægur var Mússólíni þegar hann var gagnrýndur. Hann hafði þann háttinn á að gera lítið úr andstæðingum sínum. Þeir voru útrópaðir jafnvel hinum verstu orðum. Kannast ekki margir við þessa lúmskulegu aðferð hugmyndafræðings fasismans?

Margt er líkt í fari þeirra sem virðast ekki hafa neina burði að taka málefnalegri gagnrýni. Þeir öskra ókvæðisorðum að þeim sem þeir geta ekki svarað og reyna að gera þá tortryggilega, rétt eins og Mússólíni var frægur fyrir.

Þetta olíhreinsistöðvarmál er dæmigert rétt eins og fyrri stóriðjumál sem upp hafa komið áður á Íslandi. Allt er gert til að grafa undan atvinnulífi heilla byggðalaga jafnvel landshluta með það að markmiði að efla sem mest atvinnuleysi og örvilnan. Til hvers? Jú til að fá fleiri til að syngja í stóriðjukórnum: Við viljum álver! Þessi framkoma gagnvart þeim sem hafa ekki trú á neitt annað hafa ekkert annað en einhver töfraorð um enn ný álver eða olíhreinsistöð.

Svo þegar við sem viljum ekki þessar stóriðjur og berum fyrir okkur ákveðin rök: þá erum við úthrópuð sem einhver undirmálslýður. Er andi Mússólínis að grafa sig inn með Íslendingum? Við kaupum ekki svona billegan áróður gegn skynsamlegri umræðu.

Mætti hefja þessa umræðu á ögn hærra stig?

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2008 kl. 12:09

8 identicon

Baldur, Reykás stimpillinn er nú svo fastur á ykkur virkjanaandstæðingum að ég held hann verði nú seint af ykkur tekinn.  Málflutningur ykkar er með endemum óstöðugur þar sem reynt er að fálma í allar áttir; fyrst var það eyðilegging náttúrufegurðar, en þegar enginn keypti það, þá var talað um lága arðsemi sem var lygi, síðan um hættu á jarðskjálftum og eldgosum, stuttur endingartími (sem byggðist á bábiljum) o.s.frv. o.s.frv.  

Ísland fýkur á haf út;  það gerist ekki í Hálslóni.  Ég hef því miður ekki orðið var við að fólk sem kallar sjálft sig umhverfissinna og tengist yfirleitt VG eða ÍH, hafi látið sig þessi mál varða af einhverri alvöru.  Annað sem einkennir þetta fólk er að því finnst Ísland ekki bera neina umhverfislega skyldu til þess að virkja grænu orkuna okkar til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúslofttegunda.  Þess vegna tel ég rétt að kalla þetta fólk virkjanaandstæðinga. 

Framkvæmdirnar fyrir austan áttu lítinn sem engan þátt í þenslunni hér á SV-horninu.  Það vita það allir sem hafa smá snefil að þekkingu á þessu; aðeins brot af kostnaðinum við framkvæmdirnar fór í umferð sem peningar í íslensku hagkerfi.  Öll aðföng komu frá útlöndum, höfuðverktakar voru erlend fyrirtæki og rúmlega 90% starfsmanna af erlendu bergi brotnir, sem sendu launin sín heim.
Þenslan hér á SV-horninu byggðist fyrst og fremst á bankabólunni miklu, sem ekki aðeins kaffærði hagkerfið af lánsfé og kom af stað fasteignabólu (sem á eftir að springa), heldur olli því líka að bankarnir hausveiddu háskólamenntað fólk út um allt, með tilheyrandi þenslu á vinnumarkaðnum. 
Þensla og viðskiptahalli sem byggir á verðmætasköpun, hvort sem það er í formi aukins afla eða aukinnar framleiðslu er af hinu góða.  Þensla sem byggist á fyrirbrigði eins og bankabólunni, er hinsvegar eitt það versta sem hægt er að hugsa sér frá hagfræðilegu sjónarmiði.

Ef þú ert sannur grænkapítalisti, þá ættir þú að sjá tækifæri fyrir umhverfið í nýtingu grænnar orku í stað jarðeldsneyta.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:56

9 identicon

Smá leiðrétting; það var Baldvin en ekki Baldur sem ég vildi hafa ávarpað hér að ofan.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:00

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslandshreyfingin var eina framboðið í síðustu kosningum sem hafði baráttu gegn jarðvegseyðingu meðal helstu baráttumála sinna. Ég tek það ekki til mín að hafa ekki sinnt jarðvegseyðingarmálum um dagana, var reyndar á tímabili búinn að fá á mig stimpilinn "óvinur bænda númer eitt" af þeim sökum.

Síðar fékk ég stimpilinn "óvinur Austurlands númer eitt" og virðist núna vera á góðri leið með að fá á mig svipaðan stimpil á Vestfjörðum. Hryðjuverkamannsstimpilinn fékk ég á mig 1999, tveimur árum áður en Ólafur F. Magnússon var hrakinn úr ræðustóli á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þess mikla lýðræðisflokks, og kallaður hryðjuverkamaður.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband